Sérmerktur varningur til að minnast 80 ára lýðveldis og 95 ára sögu flokksins
'}}

Í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldis og 95 ára afmælis Sjálfstæðisflokksins framleiðir flokkurinn sérmerkta vandaða penna í takmörkuðu númeruðu magni sem verða seldir á góðu verði. Jafnframt verða seldir sérmerktir spilastokkar á góðu verði. Er þetta gert til að minnst þessara stórviðburða og samofinnar sögu lýðveldis og flokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn var m.a. stofnaður til að tryggja fullt sjálfstæði þjóðarinnar og hefur frá því það náðist 17. júní 1944 átt stóran þátt í því að móta það samfélag sem við búum í. Þar sem við fórum úr því að vera eitt fátækasta ríki Vestur-Evrópu sem þáði þróunaraðstoð yfir í að vera eitt það ríkasta sem í dag lætur gott af sér leiða víða um heim.

Kaupið sérmerkta úrvalspenna - takmarkað magn

Pennarnir verða einungis framleiddir eftir pöntunum, þó að hámarki 300 stykki. Grafið er í pennann öðru megin „Sjálfstæðisflokkurinn 95 ára“ og „Lýðveldið Ísland 80 ára“ hinu megin auk þess sem fálkinn prýðir lok pennans.

Hver penni kemur í öskju og með fylgir staðfestingarskjal þar sem númer pennans kemur fram. Fyrstu tíu pennar verða seldir á hærra verði (sjá hér að neðan) en almennt verð á þeim er 18.500 kr. Hér er einstakt tækifæri til að eignast eigulegan safngrip til að minnast þessarar einstöku og samöfnu sögu og tímamóta.

  • Penni nr. 1 kostar 50.000 kr.
  • Penni nr. 2 kostar 45.000 kr.
  • Penni nr. 3 kostar 40.000 kr.
  • Penni nr. 4 kostar 35.000 kr.
  • Pennar nr. 5-10 kosta 30.000 kr.
  • Pennar nr. 11-300 kosta 18.500 kr.

Pantið penna með því að smella á hlekkinn hér. Frestur til að panta penna er til föstudagsins 21. júní.

Pennarnir verða afgreiddir í næsta mánuði. Tilkynnt verður þegar þeirra pöntun er komin í hús.

Sérmerktir spilastokkar

Jafnframt því að gefa út sérmerkta penna hefur flokkurinn látið útbúa sérmerkta spilastokka til að minnast þessara merku tímamóta í sögu lýðveldis og Sjálfstæðisflokksins.

Spilastokkarnir eru merktir eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan.

Hver spilastokkur kostar 1.500 kr. og er hægt að panta gegnum hlekkinn hér. Auk þess er gefinn magnafsláttur ef fleiri spilastokkar eru keyptir.