Aðalfundur og 65 ára afmæli Sjálfstæðisfélags Garðabæjar
'}}

Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Garðabæjar verður haldinn miðvikudaginn 5. júní kl. 17:00. Dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.

Að loknum aðalfundi um kl. 17:30 býður stjórn Sjálfstæðisfélags Garðabæjar til afmælisfögnuðar.

Sjálfstæðisfélagið var stofnað þann 3. júní árið 1959 og fagnar því 65 ára afmæli um þessar mundir. Auk þess fagnar Sjálfstæðisflokkurinn 95 ára afmæli á árinu og lýðveldið Ísland 80 ára afmæli. Það er því ærið tilefni til að hittast og skála.

Heiðursgestur á afmælisfögnuðinum er Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.

Aðalfundurinn og afmælishófið fara fram í félagsheimilinu að Garðatorgi 7.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

Stjórn Sjálfstæðisfélags Garðabæjar