95 ár af árangri
'}}

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra:

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn stend­ur á tíma­mót­um í dag þegar 95 ár eru liðin frá stofn­un hans sum­arið 1929. All­ar göt­ur síðan hef­ur flokk­ur­inn verið burðarás í ís­lensk­um stjórn­mál­um og sann­ur drif­kraft­ur fram­fara í land­inu. Fyr­ir 80 árum náði eitt helsta bar­áttu­mál flokks­ins fram að ganga þegar lýðveldið Ísland var stofnað á Þing­völl­um hinn 17. júní 1944.

Saga flokks­ins er samof­in sögu lýðveld­is­ins og þeirr­ar far­sæld­ar og fram­fara sem við höf­um mátt lifa. Á fá­ein­um ára­tug­um umbreytt­ist Ísland úr einu fá­tæk­asta ríki Vest­ur-Evr­ópu, sem þáði þró­un­araðstoð, í eitt það rík­asta sem nú læt­ur gott af sér leiða víða um heim. Dugnaður þjóðar­inn­ar og fram­sýni hafa þar mest að segja, en það voru ekki síður póli­tísk­ar áhersl­ur sem lögðu grunn­inn.

Nefna má bar­átt­una um land­helg­ina, hita­veitu­væðing­una, nýt­ingu fall­vatn­anna til verðmæta­sköp­un­ar og stofnaðild okk­ar að Atlants­hafs­banda­lag­inu. Und­an­far­inn ára­tug höf­um við stór­eflt stuðning við rann­sókn­ir og þróun og fyr­ir vikið orðið til ný stoð út­flutn­ings með nýj­um og verðmæt­um fyr­ir­tækj­um, spenn­andi störf­um og tekj­um fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag.

Eng­inn flokk­ur í lýðveld­is­sög­unni hef­ur setið jafn oft í rík­is­stjórn. Styrk­ur flokks­ins á sveit­ar­stjórn­arstig­inu er sömu­leiðis langt fram­ar öðrum. Við höf­um aldrei, og mun­um aldrei, skor­ast und­an ábyrgð – þótt oft kynni að vera auðveld­ara að sitja á hliðarlín­unni.

Við fögn­um 95 ára af­mæli Sjálf­stæðis­flokks­ins á tím­um þar sem vel­ferð á Íslandi er með því besta sem ger­ist í heim­in­um. Kaup­mátt­ur, at­vinnu­stig, jafn­rétti og lífs­lík­ur eru óvíða meiri. Ung­barnadauði, ójöfnuður og fá­tækt óvíða minni.

Á þess­um tíma­mót­um get­um við bæði litið stolt yfir far­inn veg og horft bjart­sýn til framtíðar. Hér eft­ir sem hingað til mun Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn standa vakt­ina í ís­lensk­um stjórn­mál­um af sömu festu, bjart­sýni og trú á ís­lenskt sam­fé­lag. Leiðarljósið er ávallt að standa vörð um ein­stak­lings- og at­hafna­frelsið, sem er grunn­ur­inn að framúrsk­ar­andi lífs­kjör­um okk­ar.

Ég sendi sjálf­stæðis­fólki um land allt mín­ar bestu kveðjur í til­efni dags­ins.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 25. maí 2024.