Slóðaskapur og fúsk
'}}

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur:

Árs­reikn­ing­ur Reykja­vík­ur­borg­ar fyr­ir árið 2023 dreg­ur upp dökka mynd af rekstri borg­ar­inn­ar. Rekstr­ar­halli sam­stæðunn­ar reynd­ist 13 millj­örðum lak­ari en áætl­un gerði ráð fyr­ir og skuld­ir juk­ust um 50 millj­arða. Þá nam halli borg­ar­sjóðs tæp­um fimm millj­örðum. Rekst­ur­inn er ósjálf­bær og boðaðar hagræðing­ar hafa engu skilað.

Hvað mynd­ir þú gera við pen­ing­inn?

Rekstr­ar­vandi borg­ar­inn­ar spann­ar langt skeið. Ef sér­stak­lega er skoðað tíma­bilið 2014 til 2023 má rýna hvernig rekst­ur­inn hef­ur þró­ast í borg­ar­stjóratíð Dags B. Eggerts­son­ar.

Í ljós kem­ur að frá því að borg­ar­stjóri tók við árið 2014, og þar til tíð hans lauk 2023, hef­ur skatt­byrði á hvern starf­andi borg­ar­búa auk­ist um 22% á föstu verðlagi, og skuld­ir á hvern borg­ar­búa auk­ist um 91% á föstu verðlagi. Þannig hef­ur skatt­byrði á heim­ili með meðal­tekj­ur auk­ist um 627 þúsund krón­ur yfir tíma­bilið. Hvað gæti þitt heim­ili gert fyr­ir þessa fjár­muni?

Glitrandi umbúðir um lítið inni­hald

Í árs­byrj­un 2023 und­ir­rituðu þáver­andi borg­ar­stjóri og þáver­andi innviðaráðherra sam­komu­lag um upp­bygg­ingu 2.000 íbúða ár­lega í Reykja­vík næstu fimm árin. Til­efnið var ærið enda gríðarleg upp­söfnuð hús­næðisþörf í borg­inni sem jafn­framt er fyr­ir­séð til framtíðar.

Það skaut því skökku við þegar bygg­ing­ar­full­trúi birti töl­ur yfir full­byggðar íbúðir í Reykja­vík árið 2023 en þær reynd­ust aðeins 1.000 og eru áætlaðar aðeins 800 þetta árið. Þá vakti jafn­framt at­hygli í nýbirt­um árs­reikn­ingi að tekj­ur af sölu bygg­ing­ar­rétt­ar voru 2,7 millj­örðum und­ir áætl­un árið 2023.

Þetta er göm­ul saga og ný. Sí­fellt eru und­ir­ritaðar vilja­yf­ir­lýs­ing­ar sem engu skila. Ferð án fyr­ir­heits í hús­næðismál­um – glitrandi umbúðir um lítið inni­hald.

Slóðaskap­ur og fúsk

Á dög­un­um birt­ist slá­andi um­fjöll­un í Kast­ljósi sem varpaði ljósi á um­deilda samn­inga borg­ar­inn­ar við olíu­fé­lög­in, um ríf­leg­ar upp­bygg­ing­ar­heim­ild­ir án end­ur­gjalds.

Þótt sann­ar­lega sé bæði sjálfsagt og eðli­legt að borg­ar­yf­ir­völd starfi vel með at­vinnu­lífi í Reykja­vík má öllu of­gera. Samn­ing­arn­ir voru borg­inni veru­lega óhag­felld­ir en í um­fjöll­un Kast­ljóss kom fram að borg­in hefði með samn­ing­un­um orðið af minnst 10 millj­örðum króna.

Það þarf vart að nefna öll verk­efn­in sem hefði mátt ráðast í fyr­ir þessa fjár­muni; upp­bygg­ingu nýrra leik­skóla, end­ur­nýj­un skóla­hús­næðis, aðstöðumál íþrótta­fé­laga eða niður­greiðsla skulda, svo eitt­hvað sé nefnt. Nú þarf að velta við hverj­um steini, og fyr­ir­byggja að annað eins end­ur­taki sig. Sjálf­stæðis­menn lögðu því til að samn­ing­un­um yrði vísað til innri end­ur­skoðunar Reykja­vík­ur­borg­ar. Til­lag­an hef­ur verið samþykkt.

Ábyrg og heiðarleg viðbrögð óskast

Full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks kalla eft­ir ábyrg­um og heiðarleg­um viðbrögðum við rekstr­ar­vanda borg­ar­inn­ar. Þess skal gætt að vel sé farið með verðmæti í eigu borg­ar­búa. Slóðaskap­ur og fúsk skal hvergi líðast. Ráðast þarf í hagræðing­ar, minnka yf­ir­bygg­ingu, ráðast í eigna­sölu og hefja skipu­lega niður­greiðslu skulda. Ein­ung­is þannig náum við áþreif­an­leg­um ár­angri.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 9. maí 2024.