Formaður Verkalýðsráðs fundaði með forsætisráðherra

Kristinn Karl Brynjarsson formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins átti í dag fund með Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Fundurinn fór fram í Forsætisráðuneytinu og ræddu þeir m.a. um málefni launafólks í víðu samhengi og stöðuna í stjórnmálunum í dag.

Á morgun býður Verkalýðsráð í vöfflukaffi í Valhöll kl. 14:00 þar sem kjörnir fulltrúar sjá um vöfflubaksturinn og Birgir Þórarinsson alþingismaður ávarpar gesti sem sérstakur heiðursgestur.