Guðmundur H. Garðarsson látinn
'}}

Guðmund­ur H. Garðars­son fyrrverandi alþing­ismaður Sjálfstæðisflokksins lést á Hjúk­un­ar­heim­il­inu Sól­túni aðfaranótt 18. apríl, 95 ára að aldri. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu.

Guðmund­ur fædd­ist í Hafnar­f­irði 17. októ­ber 1928. For­eldr­ar hans voru Garðar Svavar Gísla­son kaupmaður og Matt­hild­ur Guðmunds­dótt­ir hús­móðir.

Guðmund­ur lauk stúd­ents­prófi frá Verzl­un­ar­skóla Íslands 1950 og viðskipta­fræðiprófi frá Há­skóla Íslands árið 1954. Hann stundaði fram­halds­nám í hag­fræði í Kiel í Þýskalandi 1954-1955. Var í námi í end­ur­trygg­ing­um hjá Lloyd's í London árið 1955 og nam markaðsfræði hjá In­ternati­onal Mar­ket­ing Institu­te við Har­vard-há­skóla í Banda­ríkj­un­um árið 1965.

Guðmundur var kjörinn á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík árið 1974 og sat til 1978. Hann var aftur kjörinn á þing árið 1987 og sat á Alþingi til ársins 1991. Kom hann tvívegis eftir það inn á þing sem varaþingmaður í nóvember 1992 og í nóvember 1994, en en áður hafði hann margsinnis tekið sæti á Alþingi sem varaþingmaður árin 1967, 1970, 1978, 1979, 1983, 1983, 1985 og 1986.

Guðmund­ur var skrif­stofu­stjóri hjá Iðnaðar­mála­stofn­un Íslands 1955-1961, full­trúi og rit­ari stjórn­ar Sölu­miðstöðvar hraðfrysti­hús­anna árin 1961-1987 og sinnti síðar ýms­um sér­verk­efn­um fyr­ir sama fyr­ir­tæki. Hann vann lengi að verka­lýðsmá­l­um, var formaður Versl­un­ar­manna­fé­lags Reykja­vík­ur 1957-1979 og sat í miðstjórn ASÍ 1966-1976.

Hann átti lengi sæti í miðstjórn Sjálf­stæðis­flokks­ins, bankaráði Verzl­un­ar­banka Íslands og Íslands­banka. Þá var hann í stjórn Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna um ára­bil. Sat lengi í stjórn Fjár­fest­ing­ar­fé­lags Íslands, þar af formaður frá 1986 til 1992. Einnig var Guðmund­ur í stjórn Íslenskr­ar end­ur­trygg­ing­ar, sat í trygg­ingaráði 1979-1983 og var full­trúi í Þing­manna­sam­tök­um NATO. Þá var Guðmund­ur fyrsti formaður Varðbergs, fé­lags ungra áhuga­manna um vest­ræna sam­vinnu, við stofn­un þess 1961. Hann var jafnframt formaður Varðar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík frá 1980-1985.

Í formannstíð Guðmundar í VR varð félagið að fjölmennasta og öflugasta launþegafélagi landsins. Hann var fyrsti hægrimaðurinn sem tók sæti í miðstjórn ASÍ en áður hafði hann ásamt öðrum lagt mikla baráttu í að VR yrði aðili að sambandinu. Guðmundur átti einnig ríkan þátt í uppbygginu lífeyrissjóðakerfisins á Íslandi og lagð grunn að Lífeyrissjóði verslunarmanna. Á Alþingi hafði hann forystu í umræðum um lífeyrismál og mikilvæg mál sem snéru að vinnumarkaðnum. Hann átti einnig töluverðan þátt í lausn landhelgisdeilunnar. Ævisaga Guðmundar kom út árið 2017.

Eig­in­kona Guðmund­ar var Ragn­heiður Guðrún Ásgeirs­dótt­ir lækna­rit­ari sem lést árið 2008. Þau eignuðust tvo syni og fjögur barnabörn.

Sjálfstæðisflokkurinn minnist Guðmundar sem ötuls talsmanns Sjálfstæðisstefnunnar og fyrir sín góðu störf í þágu flokksins á Alþingi og í innra starfi hans og sendir fjölskyldu hans samúðarkveðjur við fráfall hans.