Palestínumenn saka Hamas um fjöldamorð
'}}

Birgir Þórarinsson alþingismaður:

Palestínsk stjórn­völd í Ramallah á Vest­ur­bakk­an­um sendu frá sér til­kynn­ingu fyr­ir skömmu þar sem þau segja Ham­as-sam­tök­in bera fulla ábyrgð á „fjölda­morðum Ísra­els á Gasa“. Í til­kynn­ing­unni, sem frétta­veit­an Palest­ine Chronicle grein­ir frá, seg­ir enn frem­ur að leiðtog­ar Ham­as-sam­tak­anna séu ekki í nein­um tengsl­um við Palestínu­menn og veru­leik­ann. Þeir hafi ráðist á Ísra­el án þess að spyrja nokk­urn álits. Ákvörðunin hafi valdið því að meira en hundrað þúsund Palestínu­menn hafi særst eða lát­ist og hung­urs­neyð vofi yfir á Gasa. Af­leiðing­in verði síðan nýtt her­nám Ísra­els á Gasa. Talsmaður Abbas-stjórn­ar­inn­ar á Vest­ur­bakk­an­um, Jamal Nazzal, sagði í viðtali ný­verið að marg­ir Ham­as-leiðtog­ar hefðu aldrei komið til Palestínu. Þeir lifðu lúxus­lífi í Kat­ar, Tyrklandi og fleiri lönd­um. Von­andi kæmu þeir úr fel­um og færu í vett­vangs­ferð til Gasa. Börn­in á Gasa gætu tekið á móti þeim og sýnt þeim göt­urn­ar og hús­in sem hafa verið jöfnuð við jörðu.

Mót­mæli gegn Ham­as á Gasa

Í fe­brú­ar sl. voru mót­mæli á Gasa gegn Ham­as. Ókvæðisorð voru hrópuð gegn Sinw­ar leiðtoga Ham­as á Gasa, helsta höf­undi hryðju­verka­árás­ar­inn­ar á Ísra­el: „Komdu þér í burtu Sinw­ar, niður með Ham­as, við vilj­um ekki gísla og við vilj­um ekki stríð og ekk­ert sem Ham­as ger­ir, við vilj­um lifa og lifa í friði, ef Ham­as vill ekki frið skulu þeir láta okk­ur í friði, við erum fórn­ar­lömb­in. Sinw­ar og gengið hans ber ábyrgð á þess­ari flóðbylgju hörm­unga á Gasa.“ Mót­mæl­in má t.d. sjá á Memri TV og YouTu­be. RÚV hef­ur ekk­ert minnst á þessi mót­mæli þrátt fyr­ir að rík­is­frétta­stof­an hafi vik­um sam­an flutt dag­lega frétt­ir frá Gasa í sjón­varpi og út­varpi.

Stríðinu er hægt að ljúka í dag

Stríðinu á Gasa og þeim hörm­ung­um sem sak­laust fólk þarf að þola þar er hægt að ljúka í dag með því að Ham­as-hryðju­verka­sam­tök­in leggi niður vopn og láti gísl­ana lausa. Þess í stað halda þeir áfram að fela sig inn­an um óbreytta borg­ara í skól­um og á sjúkra­hús­um og beita gísl­ana of­beldi og þá sér­stak­lega kon­ur. Ham­as-elít­an í Kat­ar held­ur svo áfram að fyr­ir­skipa ung­um karl­mönn­um á Gasa að berj­ast til síðasta manns. Þján­ing­ar óbreyttra borg­ara varða þá engu. Khaled Mashal millj­arðamær­ing­ur og Ham­as-leiðtogi sagði í viðtali skömmu eft­ir hryðju­verka­árás­ina á Ísra­el að það væri nauðsyn­legt að fórna lífi Palestínu­manna til að sigra Ísra­el. Hann fórn­ar að sjálf­sögðu engu og lif­ir með fjöl­skyld­unni í vellyst­ing­um í Kat­ar.

Friður fyr­ir Ísra­els­menn er friður fyr­ir Palestínu­menn

Skömmu eft­ir að stríðið hófst í októ­ber sl. heim­sótti ég palestínsk stjórn­völd í Ramallah og átti áhuga­verðan fund með fé­lags­málaráðherra. Hann sagði meðal ann­ars: Það er ekki hægt að fara í samn­ingaviðræður við hernaðar­arm Ham­as. Það kem­ur ekki til greina af okk­ar hálfu. Ef Ham­as verður áfram við völd er mjög ólík­legt að Vest­ur­lönd muni vinna með þeim. Ef fjár­streymi til þeirra verði stöðvað, þá muni þeir semja. Alþjóðasam­fé­lagið muni ein­angra þá. Kat­ar hef­ur verið að fjár­magna Ham­as. Þeir fóru mánaðarlega niður á Gasa með 30 millj­ón­ir doll­ara í pen­ing­um. Hann seg­ir þetta gert með vit­und og vilja Banda­ríkj­anna og Ísra­els. Ísra­el þurfi að svara því hvort þeir vilji frið eða land. Við vilj­um palestínskt ríki og frið. Þetta sé síðasta tæki­færið til að ná friðsam­legri lausn. Ef við miss­um af tæki­fær­inu þá verður eng­inn stöðug­leiki, sagði hann, ekk­ert ör­yggi og við miss­um trúna á framtíðina. „Við von­um að þetta sé síðasta stríðið. Við erum reiðubún­ir að taka við stjórn­inni á Gasa um leið og átök­um linn­ir.“

Stríðið á Gasa fel­ur í sér mestu hörm­ung­ar sem hafa dunið yfir Palestínu­menn í 75 ár. Hryðju­verka­árás­in á Ísra­el er það versta sem hef­ur dunið yfir gyðinga síðan í hel­för­inni. Í 90 ár hafa ekki svo marg­ir gyðing­ar verið drepn­ir á sama staðnum.

Hvað þarf meira til svo sest verði að samn­inga­borðinu? Friður fyr­ir Ísra­els­menn er friður fyr­ir Palestínu­menn.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 13. apríl 2024.