Umboð stjórnarflokkanna sterkt
'}}

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra var í viðtali í Dagmálum í vikunni. Þar sagði hann ríkisstjórn sína ekki hafa mikinn tíma fyrir sér fram til kosninga. Það blási mönnum hins vegar kapp í kinn. Hann segir brýn verkefni blasa við og að umboð stjórnarflokkanna sé sterkt.

Bjarni segist ekki taka nærri sér undirskriftasöfnun gegn sér. „Það er eðli­leg­ur þátt­ur í hverju lýðræðis­ríki að fólk tjái skoðanir sín­ar,“ seg­ir Bjarni en að mikilvægt sé að við virðum leikreglur lýðræðis og minnir á að samkvæmt þeim hafi verið gengið til kosninga 2021.

„Þá fékk Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn, sem ég er formaður í, flest at­kvæði. Það fór eng­inn þingmaður inn á þing með fleiri at­kvæði að baki sér en ein­mitt ég,“ seg­ir Bjarni. Hann minnir einnig á að hann hafi síðan þá endurnýjað umboð sitt til að leiða flokk sinn.

Hann segist sitja rólegur í trausti þess sterka umboðs sem hann fékk eftir leikreglum lýðræðisins. Menn geti farið í undirskriftasafnanir og mótmælt sér eða hans stefnu. Mönnum sé frjálst að gera það. Hann sé hins vegar óhaggað með gríðarlega sterkt umboð til sinna verka. Við það bætist að stjórnarflokkarnir þrír séu með sterkan meirihluta á þingi.

„Við vilj­um nota þá stöðu, það góða traust sem hef­ur byggst upp meðal flokk­anna í bráðum sjö ára sam­starfi, til að klára kjör­tíma­bilið með bra­vúr,“ segir Bjarni.

Þáttinn má nálgast hér.