Augun á boltanum
'}}

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra:

Þú tap­ar leikn­um ef þú ert ekki með aug­un á bolt­an­um. Þetta á ekki bara við um íþrótta­leiki held­ur flest það sem við tök­um okk­ur fyr­ir hend­ur. Við sem störf­um í stjórn­mál­um þurf­um að hafa þetta í huga alla daga, halda fókus og for­gangsraða verk­efn­um, óháð stöðunni í stjórn­mál­un­um hverju sinni. Staðan get­ur vissu­lega breyst og stjórn­ar­sam­starf get­ur tekið á sig aðra mynd, en það má ekki hamla mik­il­væg­um fram­fara­skref­um. Bolt­inn er verðmæta­sköp­un og það er ekk­ert annað í boði en að vinna leik­inn. Það skipt­ir ekki bara máli fyr­ir okk­ur held­ur einnig kom­andi kyn­slóðir, sem við vilj­um að njóti sömu og helst betri lífs­kjara en við ger­um í dag.

Við höf­um náð ár­angri við það að fjölga stoðum at­vinnu­lífs­ins og innviðum sem efla sam­keppn­is­hæfni Íslands – en við get­um gert mun bet­ur. Stjórn­mál­in snú­ast of oft um hluti sem skipta litlu máli í stóra sam­heng­inu. Stjórn­mála­menn reyna of oft að finna leiðir til að leggja fólki ein­hverja línu, segja fólki hvað það má og má ekki gera, segja og jafn­vel hugsa. Of oft tök­um við fram fyr­ir hend­ur þeirra sem reka fyr­ir­tæki og setj­um þeim regl­ur sem í mörg­um til­vik­um eru óþarfar eða leggj­um á skatta og gjöld sem íþyngja rekstri þeirra. Stjórn­mála­menn búa sér gjarn­an til verk­efni til að sýna fram á eigið mik­il­vægi, halda að nýj­ar regl­ur og nýir skatt­ar séu ein­hvers kon­ar stig á skort­öflu stjórn­mál­anna, sem það er sjaldn­ast.

For­gangs­verk­efn­in eru aug­ljós. Við þurf­um að ein­beita okk­ur að því að vinna bug á verðbólg­unni og ein­beita okk­ur að mik­il­væg­um innviðum. Orku­mál­in leys­um við með því að fækka regl­um og nýta okk­ur þá fjöl­mörgu kosti sem þar eru í boði. Útlend­inga­mál­in leys­um við með því að þora að taka ákv­arðanir þar sem regl­urn­ar eru skýr­ar og til þess falln­ar að auka skil­virkni. Í mennta­mál­um þurf­um við að auka fjöl­breytni, sem verður að öll­um lík­ind­um ekki gert á skrif­borðum op­in­berra stofn­ana held­ur með því að búa einkafram­tak­inu jarðveg fyr­ir hug­mynd­ir og ýta und­ir sam­keppni og sam­starf við at­vinnu­lífið.

Í rík­is­fjár­mál­um er svig­rúm til frek­ari út­gjalda ekki fyr­ir hendi. Við þurf­um því að draga sam­an segl­in í rík­is­rekstri, selja rík­is­fyr­ir­tæki í sam­keppn­is­rekstri, for­gangsraða fjár­magni, nýta okk­ur tækni­lausn­ir og ýta und­ir ný­sköp­un til að draga úr kostnaði til lengri tíma. Niður­skurður er svo orð sem áhuga­menn um auk­in rík­is­út­gjöld og aukna skatt­heimtu vilja ekki heyra, en það er þó á ábyrgð okk­ar að búa þannig um hnút­ana að kom­andi kyn­slóðir greiði ekki fyr­ir lífs­kjör okk­ar í dag með skött­um í framtíðinni.

Þetta eru for­gangs­verk­efn­in og við þurf­um að hafa aug­un á bolt­an­um. Ef við töp­um þess­um leik verður næsti leik­ur fyr­ir Ísland mun erfiðari.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 8. apríl 2024.