Skopskyn á RÚV
'}}

Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður:

Páskainnslag í þætti Gísla Marteins á rík­is­miðlin­um RÚV hef­ur vakið hörð viðbrögð hjá kristnu fólki. Jafn­vel fólki sem vana­lega tipl­ar á tán­um í kring­um þenn­an fé­lags­skap. Pásk­arn­ir eru nefni­lega ekki bara kær­komn­ar sam­veru­stund­ir með fjöl­skyld­unni, ofát og skíðafrí. Pásk­arn­ir eru heil­ag­asta hátíð krist­inna manna þegar við minn­umst kross­fest­ing­ar og upprisu Jesú Krists. Kross­inn er helg­asta tákn krist­inna manna, pynt­inga­tækið sem fékk nýja merk­ingu hjá kristn­um sem nota hann sem sig­ur- og kær­leiks­tákn.

Meiri­hluti Íslend­inga er krist­inn­ar trú­ar og trú­in er stjórn­ar­skrár­var­in. Flest­ir þeirra halda þó ef­laust meira í barna­trúna en ákafan og form­fast­an krist­in­dóm. Íslenskt sam­fé­lag er enda ekki þjakað af of­ríki trú­ar­bragða þótt hér hafi ekki farið fram form­leg­ur aðskilnaður rík­is og kirkju. Það kem­ur því e.t.v. lítið á óvart að hér tengi fjöl­marg­ir pásk­ana meira við kær­komna frí­daga til að njóta þess að borða góðan mat og eyða tíma með fjöl­skyld­unni. Færri hugsa því til síðustu kvöld­máltíðar Jesú Krists með læri­svein­un­um. Sorg­ar­dags­ins þegar ritn­ing­in rætt­ist og Kristi var hafnað og af­neitað af fylg­is­mönn­um sín­um og dæmd­ur til að deyja á krossi. Til föstu­dags­ins langa þegar Jesú Krist­ur var pyntaður til dauða; kross­fest­ur á Golgata­hæð.

Auk­in fjöl­menn­ing í ís­lensku sam­fé­lagi og alþjóðavæðing heims­ins hef­ur kynnt okk­ur fram­andi menn­ingu og trú­ar­brögð. Hún hef­ur opnað augu okk­ar fyr­ir ólík­um siðum og hátt­um og aukið umb­urðarlyndi og víðsýni. Þess­um breyt­ing­um hafa þó líka fylgt átök, ekki síst í ná­granna­lönd­um okk­ar. Þar hef­ur m.a. verið tek­ist á um jafn­vægi á milli skoðana- og tján­ing­ar­frels­is og virðing­ar fyr­ir ólíkri menn­ingu og trú­ar­brögðum. Viðbrögð og aðgerðir fólks hafa þó verið ærið mis­jöfn og hef­ur borið á al­var­leg­um of­beld­is­verk­um sem stafa frá menn­ing­ar­svæðum þar sem lít­il virðing er bor­in fyr­ir slíkri tján­ingu. Ég er t.a.m. ekki viss um að starfs­menn RÚV myndu gant­ast með Rama­dan, trú­ar­mánuð múslima sem stend­ur nú yfir.

Við búum bless­un­ar­lega við ríkt tján­ing­ar­frelsi á Íslandi og til­tölu­lega gott skop­skyn. Við erum alla jafna frjáls­lynd og tök­um okk­ur ekki of al­var­lega. En það er spurn­ing hvort þeir sem tala ákaft fyr­ir umb­urðarlyndi og góðmennsku í garð fjar­lægra heims­hluta ættu ekki að sýna siðum og hátt­um samlanda sinna sömu virðingu.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 1. apríl 2024.