Allt búið en er meira frammi?
'}}

Teitur Björn Einarsson alþingismaður:

Und­an­far­in miss­eri hef­ur verið vönt­un á raf­orku á Íslandi. Í meg­in­at­riðum er það vegna tafa á upp­bygg­ingu raf­orku­flutn­ings­kerf­is­ins og virkj­ana, ófull­nægj­andi markaðskerf­is fyr­ir raf­orku sem leitt hef­ur til óhag­kvæmr­ar nýt­ing­ar henn­ar og að raf­orka hef­ur verið ofseld. Vönt­un og skerðing­ar leiða til þess að at­vinnu­starf­sem­in dregst sam­an eða skipt er yfir á aðra orku­gjafa. Sam­fé­lagið verður af tekj­um sem kem­ur niður á efna­hags­legri vel­ferð lands­manna og los­un gróður­húsaloft­teg­unda verður meiri en ella. Úr þessu er brýnt að bæta ef tryggja á orku­ör­yggi, efna­hags­lega vel­ferð í land­inu og orku­skipti. Góðu frétt­irn­ar eru að það er vel hægt að leysa úr þess­ari vand­ræðastöðu.

Árang­urs­rík­asta aðgerðin er að flýta eins og kost­ur er upp­bygg­ingu á flutn­ings­kerfi raf­orku, sér­stak­lega lín­unni milli Hval­fjarðar og Eyja­fjarðar. Kerfið er full­lestað sem þýðir að orkugnægð á Aust­ur­landi get­ur ekki unnið upp orku­skort á Suðvest­ur­landi en með upp­færðu kerfi get­ur losnað um orku sem nem­ur tæp­lega helm­ingi af orkuþörf al­menna markaðar­ins. Með nú­tíma­væðingu raf­orku­kerf­is­ins og skil­virk­ari markaði má enn frem­ur ná fram betri ork­u­nýt­ingu, betri nýt­ingu innviða og treysta orku­ör­yggi til muna. Markaðslausn­ir og snjall­væðing, sem ger­ir not­end­um t.d. kleift að kaupa og selja raf­orku inn á virk­an markað, styður við afl­jöfn­un og dreg­ur al­mennt úr sveifl­um í kerf­inu. Þannig ýtir virk­ur markaður und­ir hag­kvæm­ari nýt­ingu auðlinda. Stækk­un virkj­ana og nýj­ar virkj­an­ir eru svo óhjá­kvæmi­leg­ar til að mæta þörf­um sam­fé­lags­ins, fólks­fjölg­un og viðun­andi hag­vaxt­arstigi til framtíðar. En að virt­um fyrr­greind­um atriðum verður þörf­in á nýj­um virkj­un­um minni en ella og með nýj­um orku­kost­um, t.a.m. vindorku, er hægt að halda um­hverf­israski í lág­marki.

Til að hrinda nýrri sókn í orku­mál­um þjóðar­inn­ar í fram­kvæmd verður svo ekki hjá því kom­ist að taka alla stjórn­sýslu leyf­is- og skipu­lags­mála til gagn­gerr­ar end­ur­skoðunar og stokka upp kerfið. Það er ekki ein­ung­is of flókið, tíma­frekt og kostnaðarsamt – það virk­ar hrein­lega ekki eins og skyldi. Vel er hægt og afar brýnt að sam­eina um­fangs­mikla stjórn­sýslu­ferla matsáætl­un­ar um­hverf­isáhrifa, breyt­inga á skipu­lagi og fram­kvæmda­leyf­is í einn heild­stæðan og ein­fald­ari fer­il. Eins er hægt að fækka um­sagn­ar- og kæru­leiðum. Sem dæmi get­ur sama um­sókn­in verið send allt að átta sinn­um í um­sagn­ar­ferli á mis­mun­andi stig­um til sömu tíu fag­stofn­ana og eru tíma­frest­ir þá sjaldn­ast virt­ir. Skóg­ur skri­fræðis­ins er úr sér vax­inn og þarf að grisja.

Í matsáætl­un­um er gjarn­an vísað til núll­kosts, þ.e. hvað ef ekk­ert er gert? Núll­kost­ur í raf­orku­mál­um við mat á vel­ferð þjóðar­inn­ar er ekki val­kost­ur þegar ann­ar skyn­sam­ari og hag­felld­ari er í boði.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 27. mars 2024.