Aðalfundur Heimdallar
'}}

Í samræmi við lög Heimdallar boðar stjórn félagsins til aðalfundar þann 10. apríl næstkomandi, kl. 20:00. Verður hann haldinn í Valhöll, Háaleitisbraut 1.

Dagskráin verður sem hér segir:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
3. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
4. Lagabreytingar.
5. Umræður og afgreiðsla stjórnmálaályktunar.
6. Kosning stjórnar, varastjórnar, tveggja endurskoðenda og eins til vara.
7. Önnur mál

Í stjórn félagsins sitja 12 menn að formanni meðtöldum. Á aðalfundi skulu ennfremur kosnir varamenn í varastjórn félagsins. Skulu þeir vera að lágmarki tveir en þó ekki fleiri en sex talsins, kjörnir í númeraröð.
Formaður skal kosinn sérstaklega. Stjórnin er kosin á aðalfundi félagsins til eins árs í senn.
Framboð til stjórnar og formanns skulu hafa borist stjórn félagsins eigi síðar en viku fyrir aðalfund. Framboðum (fullt nafn, kennitala, heimilisfang, netfang og símanúmer) skal skilað á heimdallur@xd.is, með afriti á jonb@xd.is, framkvæmdastjóra Varðar, fyrir kl. 20:00 þann 3. apríl 2024.

Skrifleg framboð skulu hafa borist fyrir settan frest.

Á aðalfundi skal kjósa 2 endurskoðendur og einn til vara. Tillagna um endurskoðendur leitar fundarstjóri á aðalfundi. Lögum Heimdallar má aðeins breyta á aðalfundi og þarf 2/3 atkvæða allra fundarmanna til að breytingin nái fram að ganga. Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn félagsins eigi síðar en tveimur sólarhringum fyrir aðalfund. Lagabreytingum skal skilað á heimdallur@xd.is, með afriti á jonb@xd.is, framkvæmdastjóra Varðar, fyrir kl. 20.00 mánudaginn 8. apríl 2024.

Stjórn Heimdallar