Hjálp til sjálfshjálpar

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur:

Í nýbirt­um árs­reikn­ingi Fé­lags­bú­staða fyr­ir árið 2023 kem­ur fram að fé­lagið muni ekki geta staðið und­ir greiðslu­byrði lána sem tek­in eru til fjár­mögn­un­ar end­ur­bót­um og meiri­hátt­ar viðhaldi eins og sak­ir standa. Nokkuð vanti upp á að mark­mið um fjár­hags­lega sjálf­bærni ná­ist á yf­ir­stand­andi ári.

Ósjálf­bær rekst­ur

Stjórn Fé­lags­bú­staða hef­ur sagt að auka þurfi tekj­ur Fé­lags­bú­staða um­tals­vert um­fram al­menn­ar verðlags­hækk­an­ir, eigi rekst­ur­inn að standa und­ir sér. Óskaði stjórn­in því ný­verið heim­ild­ar vel­ferðarráðs til 1,1% hækk­un­ar leigu­verðs, en til­lag­an var aldrei lögð fyr­ir ráðið og fékk því ekki braut­ar­gengi. Stjórn­ar­formaður hef­ur sagt hækk­un­arþörf leigu nema 6,5%, en áhættu­nefnd met­ur hækk­un­arþörf­ina enn meiri, ef ætl­un­in er að ná fram sjálf­bærni í rekstri.

Á borg­ar­stjórn­ar­fundi síðastliðinn þriðju­dag kölluðu borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks eft­ir skýr­um svör­um frá full­trú­um meiri­hlut­ans hvað varðar fyr­ir­ætlan­ir þeirra í rekstri Fé­lags­bú­staða. Er fyr­ir­hugað að ráðast í um­fangs­mikl­ar leigu­verðshækk­an­ir? Eða verður gripið til annarra aðgerða í rekstr­in­um? Líkt og oft áður var fátt um svör.

Kaup­leiga fé­lags­legs hús­næðis

Nauðsyn­legt er að Reykja­vík­ur­borg marki sér skýra stefnu um fé­lags­lega hús­næðis­kerfið. Biðlist­ar eft­ir al­menn­um leigu­íbúðum eru viðvar­andi, þrátt fyr­ir fjölg­un fé­lags­legra íbúða á síðustu árum. Lít­il velta er með al­mennt fé­lags­legt hús­næði og virðist fé­lags­leg­ur hreyf­an­leiki inn­an kerf­is­ins lít­ill. Mik­il­vægt er að skapa hús­næðis­kerfi sem reyn­ist íbú­um þess ekki íþyngj­andi fá­tækt­ar­gildra.

Hér mætti nefna ein­falda töl­fræði, en af 2.205 al­menn­um leigu­íbúðum á veg­um Fé­lags­bú­staða hafa á síðustu fimmtán árum aðeins um 20 íbúðir losnað ár­lega, eða um 0,9%.

Fé­lags­lega hús­næðis­kerfið er vissu­lega mik­il­vægt og var­an­legt úrræði fyr­ir marga – en auka mætti áherslu á að úrræðið verði aðeins tíma­bundið fyr­ir suma. Síðastliðin ár hafa sjálf­stæðis­menn ít­rekað lagt fram til­lög­ur þess efn­is að íbú­um Fé­lags­bú­staða verði, að ákveðnum skil­yrðum upp­fyllt­um, gert kleift að kaupa íbúðir sín­ar, með eins kon­ar kaup­leigu­fyr­ir­komu­lagi. Þeim verði veitt­ur stuðning­ur til að stíga út úr fé­lags­lega hús­næðis­kerf­inu, bæta lífs­kjör sín og standa á eig­in
fót­um.

Þess­ar hug­mynd­ir hafa aldrei hlotið braut­ar­gengi meðal meiri­hluta­flokk­anna, enda virðast þær draga fram skýr­an hug­mynda­fræðileg­an ágrein­ing. Það birt­ist glöggt á borg­ar­stjórn­ar­fundi síðastliðinn þriðju­dag. Þar töldu full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar og Sósí­al­ista­flokks fé­lags­lega hús­næðis­kerfið æski­lega enda­stöð fyr­ir alla skjól­stæðinga þess. Sáu full­trú­arn­ir ekki ástæðu til að styðja fólk aft­ur til sjálfs­hjálp­ar, hefði það getu og vilja til.

Var­an­leg og tíma­bund­in björg

Trú­in á mann­inn og frels­isþrá hans er í önd­vegi sjálf­stæðis­stefn­unn­ar. Sam­tím­is legg­ur sjálf­stæðis­stefn­an mikla áherslu á að tryggja af­komu og verja vel­ferð þeirra sem eiga und­ir högg að sækja í líf­inu – gæta þess að eng­inn kom­ist á von­ar­völ hvort sem er vegna sjúk­dóma eða fá­tækt­ar. Sam­fé­lag­inu beri að grípa þá sem lenda í hremm­ing­um – en í kjöl­farið hjálpa þeim aft­ur til sjálfs­hjálp­ar, reyn­ist þess nokk­ur kost­ur.

Fé­lags­lega hús­næðis­kerfið er mik­il­væg björg fyr­ir þá sem ekki geta staðið und­ir sér sjálf­ir. Það mun reyn­ast var­an­legt úrræði fyr­ir marga – en þarf ekki að vera annað en tíma­bund­inn áfangastaður fyr­ir suma. Ekki má horfa fram hjá tæki­fær­un­um til að hjálpa fólki aft­ur til sjálfs­hjálp­ar og styðja það í leit sinni að betri lífs­kjör­um.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 21. mars 2024.