Þyngri refsingar fyrir skipulagða brotastarfsemi?
'}}

Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður:

Síðastliðið haust rædd­um við Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra skipu­lagða glæp­a­starf­semi í fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi. Til­efnið var fyr­ir­spurn mín í kjöl­far ít­rekaðra frétta af al­var­leg­um of­beld­is­glæp­um og árás­um í Svíþjóð. Glæp­irn­ir voru rakt­ir til átaka glæpa­gengja sem hafa hreiðrað um sig í Svíþjóð. Þar hef­ur ástandið síst skánað og okk­ur ber­ast frétt­ir af end­ur­tekn­um sprengju­árás­um.

Dóms­málaráðherra hef­ur ít­rekað bent á stór­aukna ógn vegna skipu­lagðrar brot­a­starf­semi og auk­in um­svif er­lendra glæpa­hópa. Ný­lega stóð lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu að um­fangs­mikl­um aðgerðum vegna rök­studds gruns um skipu­lagða brot­a­starf­semi. Lög­reglu­yf­ir­völd hafa staðfest að lög­reglu­mönn­um stafi auk­in ógn af glæpa­mönn­um sem hafa tengsl við slíka starf­semi og hef­ur m.a.s. verið kveikt í bíl lög­reglu­manns. Þetta ástand get­um við ekki liðið í okk­ar friðsæla landi.

Mér þótti því til­efni til að fylgja fyr­ir­spurn minni til ráðherr­ans eft­ir og rædd­um við hana á dög­un­um. Fyr­ir­spurn­in varðaði hvort ráðherr­ann hygðist grípa til sér­stakra aðgerða til að koma í veg fyr­ir að börn og ung­menni gengju til liðs við skipu­lagða glæpa­hópa og sporna við ólög­legri vopna­notk­un. Þá beind­ist hún að fleiri og/​eða þyngri refsi­heim­ild­um í tengsl­um við skipu­lagða brot­a­starf­semi. Það hafa önn­ur nor­ræn ríki haft á sinni dag­skrá.

Dóms­málaráðherra und­ir­strikaði mik­il­vægi þess að lög­reglu­yf­ir­völd hefðu tæki til þess að grípa til varna í bar­átt­unni gegn skipu­lagðri brot­a­starf­semi. Dóms­málaráðuneytið hefði lagt aukna áherslu á af­brota­varn­ir, m.a. með því að fjölga stöðugild­um og auka sam­fé­lagslög­gæslu. Fræðsla, for­varn­ir og fé­lags­leg úrræði gegndu einnig mik­il­vægu hlut­verki í þessu til­liti. Við höf­um séð ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um að ung­menni í veikri fé­lags­legri stöðu ganga frek­ar til liðs við skipu­lagða glæpa­hópa. Því væri átak lög­regl­unn­ar til að styrkja tengsl við ungt fólk og færa lög­regl­una nær sam­fé­lag­inu mik­il­vægt.

Ráðherr­ann benti á að ný­samþykkt­ar breyt­ing­ar á vopna­lög­um hefðu m.a. miðað að tak­mörk­un aðgeng­is að ákveðnum skot­vopn­um og auknu eft­ir­liti lög­reglu. Hún vakti at­hygli á að hér­lend­is hefði reynst erfitt að sak­fella fyr­ir skipu­lagða brot­a­starf­semi fyr­ir dómi og velti því upp hvort koma þyrfti til breyt­inga á lög­um svo mark­miðið með lög­gjöf­inni næðist að þessu leyti. Ráðherr­ann taldi sömu­leiðis vert að skoða kosti og galla þess að mæla fyr­ir um þyngri refs­ing­ar fyr­ir brot sem eru fram­in í tengsl­um við skipu­lagða brot­a­starf­semi eins og Norðmenn hafa t.a.m. gert.

Skila­boð dóms­málaráðherra til þings­ins eru að hún hafi veru­leg­ar áhyggj­ur af skipu­lagðri brot­a­starf­semi og fylg­ist vel með þró­un­inni í ná­granna­lönd­um okk­ar í þess­um efn­um. Íslend­ing­ar eru ann­álaðir fyr­ir færni í „krís­u­stjórn­un“. Fyr­ir­hyggja er svo annað mál. Drög­um endi­lega lær­dóm af reynslu vinaþjóða okk­ar og al­var­legri stöðu sem þar er uppi og gríp­um strax til allra nauðsyn­legra ráðstaf­ana til að vinna gegn starf­semi glæpa­hópa á Íslandi.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 14. mars 2024.