Auka þarf íbúðar- byggð í Úlfarsárdal
'}}

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:

Borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa lagt til að haf­ist verði handa við skipu­lagn­ingu nýs íbúðar­hverf­is við Halla og í Hamra­hlíðarlönd­um í Úlfarsár­dal, þ.e. á svo­nefnd­um M22-reit. Stefnt verði að að því út­hlut­un lóða á svæðinu hefj­ist árið 2026.

Und­ir­ritaður mælti fyr­ir til­lögu Sjálf­stæðis­flokks­ins um málið á fundi borg­ar­stjórn­ar sl. þriðju­dag. Til­lag­an hlaut góðar viðtök­ur og var vísað til átaks­hóps um hús­næðis­upp­bygg­ingu í borg­inni með öll­um greidd­um at­kvæðum gegn einu.

Óviðun­andi taf­ir hafa orðið á upp­bygg­ingu í Úlfarsár­dal, eins og íbú­ar þar hafa margoft bent á. Von­andi verður nú endi bund­inn á þess­ar taf­ir og verk­in lát­in tala.

Lóðafram­boð verður að auka

Mik­ill skort­ur er á íbúðar­hús­næði í Reykja­vík, sem kall­ar á að all­ar leiðir séu skoðaðar til að auka fram­boð lóða und­ir íbúðar­hús­næði. Reykja­vík­ur­borg á mikið land, sem auðvelt er að skipu­leggja og breyta í lóðir með skömm­um fyr­ir­vara. Borg­in get­ur því brugðist mynd­ar­lega við hinu erfiða ástandi sem rík­ir á hús­næðismarkaði, og á að gera það. Stór­aukið fram­boð lóða fyr­ir íbúðar­hús­næði yrði því mik­il­vægt fram­lag Reykja­vík­ur­borg­ar til lausn­ar hús­næðis­vand­ans.

Gott bygg­ing­ar­land

Úlfarsár­dal­ur er ákjós­an­leg­ur að þessu leyti. Þar er enn mikið af ónumdu og vel staðsettu landi, sem hent­ar vel til upp­bygg­ing­ar. Upp­bygg­ing á um­ræddu svæði er auðveld­asta leiðin til að auka lóðafram­boð í Reykja­vík svo um muni. Æskilegt væri að nota tæki­færið til að lækka hús­næðis­kostnað með því að selja lóðirn­ar á hag­stæðu verði, sem kæmi fjöl­mörg­um fjöl­skyld­um til góða.

Í skipu­lags­vinnu Halla og Hamra­hlíðarlanda er hægt að byggja á samþykktu deili­skipu­lagi frá ár­inu 2007, sem þarf þó að end­ur­skoða og betr­um­bæta.

Úlfarsár­dal­ur er í um 55-80 metra hæð yfir sjáv­ar­máli, sem er svipað og í Neðra-Breiðholti. Útsýni er gott víðast hvar úr daln­um og hann er auk þess um­lukinn góðum úti­vist­ar­svæðum. Í hverf­inu eru marg­ir innviðir þegar til staðar, sem nýt­ast munu hinni nýju byggð: íþrótta­hús, sund­laug, bóka­safn o.s.frv.

3-4 þúsund manna hverfi

Með góðu móti er unnt að byggja 3-4 þúsund manna íbúðarbyggð á áður­nefndu skipu­lags­svæði. Nú búa um 5.500 íbú­ar í Grafar­holti og 3.000 í Úlfarsár­dal og verður því um veru­lega viðbót við hverf­is­hlut­ann að ræða. Upp­haf­lega var þó gert ráð fyr­ir að hverfið í Úlfarsár­dal yrði miklu fjöl­menn­ara. Mjög hef­ur verið kallað eft­ir því af íbú­um að staðið verði við fyrri fyr­ir­heit um íbúa­fjölda og upp­bygg­ing haldi áfram í því skyni að efla versl­un og þjón­ustu í hverf­inu. Þá hef­ur hverfisíþrótta­fé­lagið Fram bent á að Graf­hylt­ing­ar og Úlf­dæl­ing­ar þurfi helst að vera um 15 þúsund tals­ins ef tryggja eigi blóm­legt íþrótt­astarf á svæðinu til framtíðar.

Marg­vís­leg­ur ávinn­ing­ur

Auk­in íbúðarbyggð í Úlfarsár­dal mun því hafa marg­vís­leg­an ávinn­ing í för með sér. Stækk­un hverf­is­ins mun efla versl­un, íþrótt­astarf og aðra þjón­ustu í Grafar­holti og Úlfarsár­dal. Komið verður til móts við mikla hús­næðisþörf í borg­inni og marg­ar fjöl­skyld­ur fá þak yfir höfuðið. Með auknu lóðafram­boði gefst jafn­framt tæki­færi til að stuðla að lækk­un hús­næðis­verðs.

Síðast en ekki síst mun fjölg­un íbúa auka út­svar­s­tekj­ur og styrkja þannig stöðu borg­ar­sjóðs til framtíðar, sem ekki veit­ir af.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 7. mars 2024.