Halldóri Blöndal þakkað
'}}

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra:

Hall­dór Blön­dal, fyrr­ver­andi for­seti Alþing­is, ráðherra og alþing­ismaður, læt­ur í dag af for­mennsku í SES – Sam­tök­um eldri sjálf­stæðismanna. Hall­dór hef­ur gegnt óeig­in­gjörnu sjálf­boðastarfi í sam­tök­un­um í hart­nær 15 ár, en hann tók við for­mennsku af Salóme Þor­kels­dótt­ur, fyrr­ver­andi for­seta Alþing­is, 2. des­em­ber 2009.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn á Hall­dóri mikið að þakka, en und­ir for­ystu hans hafa sam­tök­in staðið fyr­ir ein­stak­lega öfl­ugu starfi í flokkn­um. Þannig hafa sam­tök­in staðið fyr­ir fjöl­menn­um viku­leg­um fund­um í Val­höll um þau mál sem eru efst á baugi hverju sinni. Á sjötta hundrað slík­ir fund­ir hafa verið haldn­ir und­ir for­ystu Hall­dórs.

Saga Hall­dórs og Sjálf­stæðis­flokks­ins spann­ar þó mun lengra skeið. Hann sat sinn fyrsta þing­flokks­fund árið 1960, þá sem þing­frétta­rit­ari Morg­un­blaðsins. Síðar tók hann sæti á Alþingi sem varaþingmaður árið 1971 auk þess sem hann var alþing­ismaður á ár­un­um 1979-2007 eða sam­fellt í 28 ár, þar af ráðherra 1991-1999 og for­seti Alþing­is 1999-2005. Á mánu­dag sat hann sinn síðasta þing­flokks­fund sem formaður SES og hef­ur því setið þing­flokks­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins nær óslitið í 64 ár. Mér er til efs að nokk­ur hafi setið þing­flokks­fundi á lengra tíma­bili.

Hall­dór hef­ur all­an sinn fer­il verið vak­inn og sof­inn yfir fram­gangi sjálf­stæðis­stefn­unn­ar. Hann hef­ur verið ein­stak­ur formaður SES, sem er í dag meðal virk­ustu fé­lagsein­inga inn­an flokks­ins. SES hef­ur m.a. lagt mikið til lands­funda Sjálf­stæðis­flokks­ins með vandaðri mál­efna­vinnu og áherslu á bætt kjör eldri borg­ara sem hef­ur skilað sér inn í álykt­an­ir og stefnu­áhersl­ur okk­ar.

Það er ekki sjálf­gefið að leiða stór sam­tök eins og SES í hálf­an ann­an ára­tug, hvað þá með jafn far­sæl­um hætti og Hall­dór hef­ur gert. Fyr­ir hönd Sjálf­stæðis­flokks­ins og vina hans í for­ystu­sveit flokks­ins hverju sinni, færi ég Hall­dóri mikl­ar þakk­ir fyr­ir hans óeig­ingjarna og mik­il­væga starf í þágu sjálf­stæðis­stefn­unn­ar og þakka ein­stak­lega gott og far­sælt sam­starf.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 6. mars 2024.