Oft er það gott sem ungir kveða

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:

Sum­arstörf, skóla­mál, sam­göng­ur og fé­lags­mál eru reyk­vísk­um ung­menn­um of­ar­lega í huga að því er fram kom á sam­eig­in­leg­um fundi borg­ar­stjórn­ar og Reykja­vík­ur­ráðs ung­menna sl. þriðju­dag. Fjöl­marg­ar góðar ábend­ing­ar komu fram á fund­in­um um það sem bet­ur má fara í mál­efn­um ung­menna.

Ung­mennaráð eru vett­vang­ur fyr­ir ung­linga yngri en átján ára til að láta til sín taka við mót­un sam­fé­lags­ins. Sex ung­mennaráð eru starf­andi í Reykja­vík og eiga þau sam­starfs­vett­vang, sem nefn­ist Reykja­vík­ur­ráð ung­menna. Full­trú­ar úr Reykja­vík­ur­ráðinu funda ár­lega með borg­ar­stjórn og fá þar tæki­færi til að vinna mál­efn­um sín­um braut­ar­gengi með umræðum og til­lögu­flutn­ingi.

Á fund­in­um sl. þriðju­dag kynntu ungliðarn­ir sjö til­lög­ur um marg­vís­leg mál­efni. Til­lög­urn­ar verða síðan tekn­ar til frek­ari um­fjöll­un­ar og af­greiðslu í nefnd­um og ráðum borg­ar­inn­ar.

Sann­girni í launa­mál­um

Full­trú­ar ung­mennaráðs Vest­ur­bæj­ar, Miðborg­ar og Hlíða leggja til að borg­ar­stjórn samþykki að hækka laun ung­linga í Vinnu­skóla Reykja­vík­ur næsta sum­ar í sam­ræmi við breyt­ing­ar á launa­vísi­tölu frá síðustu launa­hækk­un.

Til­efni til­lög­unn­ar er sú ákvörðun meiri­hluta Sam­fylk­ing­ar, Fram­sókn­ar, Pírata og Viðreisn­ar að láta laun ung­linga í Vinnu­skól­an­um ekki halda verðgildi sínu síðasta sum­ar held­ur miða við launa­töflu frá ár­inu 2022. Þessi launa­fryst­ing mis­bauð rétt­lætis­kennd ung­ling­anna og hafði kjararýrn­un í för með sér fyr­ir þá, enda hækkaði al­menn launa­vísi­tala um 9% á milli ára. Síðasta sum­ar voru því lang­lægstu laun­in til vinnu­skó­launglinga á höfuðborg­ar­svæðinu greidd í Reykja­vík.

Borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins lögðu ít­rekað til um sum­arið að laun ung­ling­anna hækkuðu í sam­ræmi við vísi­tölu. Borg­ar­full­trú­ar meiri­hlut­ans vildu hins veg­ar ekki ræða málið í borg­ar­stjórn og felldu til­lögu Sjálf­stæðis­flokks­ins um leiðrétt­ingu til handa ung­ling­un­um, í borg­ar­ráði, þegar langt var liðið á sum­arið.

Von­andi verða kjör í ung­linga­vinn­unni leiðrétt næsta sum­ar. Yngsta starfs­fólk borg­ar­inn­ar á betra skilið, enda sinn­ir það mik­il­væg­um verk­efn­um á sviði hreins­un­ar, fegr­un­ar og viðhalds.

Efla þarf strætó

Sam­göng­ur eru unga fólk­inu of­ar­lega í huga og tel­ur það mik­il­vægt að bæta stræt­is­vagnaþjón­ustu í eystri hluta borg­ar­inn­ar. Full­trú­ar ung­mennaráðs Árbæj­ar og Holta leggja til að bætt verði við nýrri strætó­leið fyr­ir íbúa Árbæj­ar, Norðlinga­holts og Grafar­holts. Ljóst er að slík leið myndi stór­bæta teng­ing­ar á milli þess­ara hverfa. Slík­um teng­ing­um er nú ábóta­vant eins og ung­ling­arn­ir benda á.

Þá lögðu full­trú­ar ung­mennaráðs Kjal­ar­ness til að stræt­is­vagnaþjón­usta við hverfið yrði bætt og ferðatíðni auk­in.

Starf­semi fé­lags­miðstöðva

Þrjár til­lög­ur ung­mennaráðanna snerta starf fé­lags­miðstöðva borg­ar­inn­ar. Full­trú­ar ung­mennaráðs Laug­ar­dals, Bú­staða og Háa­leit­is vilja að kvöldafgreiðslu­tími fé­lags­miðstöðva verði lengd­ur að nýju til kl. 22 virka daga en hann var stytt­ur á liðnu hausti. Jafn­framt að fram­veg­is verði haft sam­ráð við ung­mennaráðin þegar hug­mynd­ir koma fram um breyt­ing­ar á frí­stund­a­starfi ung­linga.

Sömu full­trú­ar leggja einnig til að sér­tæku fé­lags­miðstöðinni Öskju í Kletta­skóla verði gert kleift að hafa kvöldopn­un tvisvar í viku í stað eins kvölds nú.

Þá leggja full­trú­ar í ung­mennaráði Vest­ur­bæj­ar, Miðborg­ar og Hlíða til að starf­semi Hinseg­in fé­lags­miðstöðvar­inn­ar í Spennistöðinni við Aust­ur­bæj­ar­skóla verði tryggð og að hún fái fast­an sess sem slík.

At­hygl­is­verð til­laga kem­ur frá ung­mennaráði Breiðholts um að vægi nú­tíma sam­fé­lags­fræðikennslu verði aukið í grunn­skól­um og þar með um­fjöll­un um það sem er efst á baugi í sam­fé­lag­inu hverju sinni.

Ung­mennaráðsliðarn­ir fluttu til­lög­ur sín­ar vel og sköru­lega og síðan voru mál­in rædd af hrein­skilni og hisp­urs­leysi. Er dýr­mætt fyr­ir okk­ur borg­ar­full­trúa að fá að funda reglu­lega með full­trú­um ung­mennaráðanna og heyra sjón­ar­mið þeirra milliliðalaust.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 29. febrúar 2024.