Stækkaðu framtíðina
'}}

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kynntu í dag verkefnið Stækkaðu framtíðina.

Verkefnið hefur það að markmiði að víkka sjóndeildarhring nemenda og gefa öllum ungmennum á Íslandi tækifæri til að eiga fjölbreyttar fyrirmyndir með því að tengja alls konar fólk af vinnumarkaði við skólastofur landsins.

,,Börn geta ekki orðið það sem þau sjá ekki - þess vegna þurfum við öll að taka þátt í að stækka framtíðina, sýna þeim möguleikana og hvetja þau áfram. Við þurfum að virkja áhugann á nýjum viðfangsefnum og framtíðaráskorunum til að auka líkurnar á því að ungt fólk tileinki sér nýja færni og sé opið fyrir störfum sem það þekkir ekki og eru jafnvel ekki til núna,” sagði Áslaug Arna.

Á kynningarfundi um verkefnið í dag hvöttu Áslaug Arna og Ásmundur Einar fólk á vinnumarkaði til að taka þátt í að stækka framtíðina.

Hægt er að skrá sig sem sjálfboðaliða á heimasíðu verkefnisins - stækkaðuframtíðina.is.

Nánar má lesa um málið á vef stjórnarráðsins hér.