Hringferð þingflokks 2024
'}}

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heldur í sína árlegu hringferð dagana 22. – 27. febrúar næstkomandi. Í þessum fyrsta legg hringferðarinnar mun þingflokkurinn funda á 18 stöðum hringinn í kringum landið og heimsækja vinnustaði þar sem fólki gefst tækifæri til að eiga beint og milliliðalaust samtal við þingmenn og ráðherra um þau mál sem helst á brenna.

Fimmtudagur 22. febrúar

Opinn fundur um áskoranir í útlendingamálum kl. 18:00 í Grófinni í Reykjanesbæ. Frummælendur verða Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra og Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti Suðurkjördæmis og dómsmálaráðherra.

 

Föstudagur 23. febrúar

Opinn súpufundur í Vinaminni á Akranesi kl. 12:00

Opinn fundur á Bessastöðum í Húnaþingi vestra kl. 15:30

Fundur með trúnaðarmönnum á Blönduósi.

 

Laugardagur 24. febrúar

Laugardagsfundur kl. 10:00 á Sauðá, Sauðarhlíð 70 á Sauðárkróki.

Opinn fundur í ráðhúsi Fjallabyggðar á Siglufirði kl. 12:30.

Opinn fundur í félagsheimilinu Árskógi á Dalvík kl. 14:30.

Opinn fundur kl. 16:30 á Geislagötu 5, 2. hæð á Akureyri.

 

Sunnudagur 25. febrúar

Opinn fundur í Vogafjósi við Mývatn kl. 11:00.

Kvennaboð kl. 15:00 að Sólbrekku 14 á Egilsstöðum.

Karlaboð kl. 15:00 að Hamrahlíð 4 á Egilsstöðum.

Opinn fundur í Safnaðarheimili Reyðarfjarðarkirkju, Búðargötu 1 á Reyðarfirði kl. 16:30.

 

Mánudagur 26. febrúar

Opinn súpufundur í Búlandstindi, Bakka 4 á Djúpavogi kl. 12:00.

Opinn fundur á Heppu, Heppuvegi 6 á Höfn kl. 16:30.

Fundur með trúnaðamönnum á Kirkjubæjarklaustri.

 

Þriðjudagur 27. febrúar

Opinn fundur í Vínstúkunni í Friðheimum í Bláskógabyggð kl. 12:00.

Opinn fundur á Hill hótel á Flúðum kl. 14:20.

Opinn fundur í Bankanum vinnustofu á Selfossi kl. 16:30.

Opinn fundur í Hlöðunni á Hjalla í Ölfusi kl. 18:00.

 

Síðar á árinu verður farið til Vestmannaeyja, á Snæfellsnes, á Vestfirði og á Höfuðborgarsvæðið. Þær heimsóknir verða auglýstar sérstaklega.