Heilbrigðiskerfi sem virkar
'}}

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, alþingismaður:

Ákveðnar áskor­an­ir fel­ast í breyttri ald­urs­sam­setn­ingu og fjölg­un íbúa á Íslandi. Að öllu óbreyttu má gera ráð fyr­ir að fram­lög til mála­flokks­ins auk­ist veru­lega, sér­stak­lega ef vöxt­ur fjár­fram­laga til mála­flokks­ins þró­ast með sama hætti og hann hef­ur gert und­an­far­in ár. Umræðan má ekki hverf­ast um að fjár­fram­lög­in séu auk­in ein­göngu aukn­ing­ar­inn­ar vegna held­ur þarf að færa fyr­ir því rök, hvert hinir auknu fjár­mun­ir eigi að renna.

Til grund­vall­ar þurfa að liggja mæl­an­leg og aðgerðamiðuð mark­mið um bætta þjón­ustu við not­end­ur þjón­ust­unn­ar og aukna fram­leiðni heil­brigðis­kerf­is­ins í stað þess að ein­blína ein­göngu á upp­hæð fjár­fram­laga úr rík­is­sjóði. Breyt­ing­ar á heil­brigðis­kerf­inu sem leggja má til eru tvíþætt­ar og miða að því að tryggja betri þjón­ustu til handa not­end­um heil­brigðis­kerf­is­ins, og jafn­framt auka skil­virkni og hag­kvæmni í veit­ingu þjón­ust­unn­ar. Þessi atriði ættu að sjálf­sögðu alltaf að vera sér­stakt mark­mið heil­brigðis­kerf­is­ins og þeirra sem því stjórna.

Fyrra atriðið er hraðari inn­leiðing á tækni­lausn­um í heil­brigðis­kerf­inu og hið síðara að fela fleiri aðilum að sinna vel skil­greind­um þjón­ustuþátt­um í rekstri þess.

Koma að lokuðum dyr­um

Inn­leiðing á tækni­lausn­um í op­in­bera heil­brigðis­kerf­inu er, því miður, í skötu­líki. Hraðari inn­leiðing tækni­lausna mun auka fram­leiðni í heil­brigðis­kerf­inu. Í því sam­hengi má, meðal ann­ars, nefna tæki­færi til að inn­leiða skil­virk­ara skrán­ing­ar­fyr­ir­komu­lag en sýnt hef­ur verið fram á að lækn­ar eyða um 50-60% af vinnu­tíma sín­um við skrán­ing­ar fyr­ir fram­an tölvu­skjá í stað þess að þjón­usta sjúk­linga.

Íslenski hug­verkaiðnaður­inn er orðinn sterk stoð í ís­lensku efna­hags­lífi. Stjórn­völd styðja við frum­kvöðla í formi styrkja og skattaí­viln­ana en ís­lensk frum­kvöðlafyr­ir­tæki sem þróað hafa lausn­ir í heil­brigðisþjón­ustu eiga auðveld­ara með að kom­ast inn með lausn­ir sín­ar í heil­brigðis­kerfi annarra landa á sama tíma og þeim er hafnað hér­lend­is. Ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki í heil­brigðis­geir­an­um hafa ít­rekað lýst því hvernig þau mæta lokuðum dyr­um hjá heil­brigðis­stjórn­völd­um. Smæð okk­ar ætti í raun að auðvelda breyt­ing­ar en ekki tor­velda þær. Við get­um gert svo marg­falt bet­ur hér.

Einka­rekst­ur­inn gefst vel

Einka­rekst­ur í heil­brigðisþjón­ustu hef­ur gef­ist sér­lega vel. Þjón­ustukann­an­ir und­an­far­inna ára, sem Sjúkra­trygg­ing­ar hafa fram­kvæmt meðal not­enda heilsu­gæslu­stöðvanna á höfuðborg­ar­svæðinu, sýna að einka­rekn­ar heilsu­gæslu­stöðvar njóti ríku­legs trausts meðal not­enda og mæl­ist ánægja þeirra með þjón­ust­una mik­il. Vegna þessa hef ég lagt fram á Alþingi þings­álykt­un­ar­til­lögu þess efn­is að heil­brigðisráðherra feli Sjúkra­trygg­ing­um að bjóða út rekst­ur annarr­ar heilsu­gæslu­stöðvar­inn­ar á Ak­ur­eyri, þannig mætti auka val­frelsi not­enda heilsu­gæsluþjón­ustu utan höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Ef við bregðumst ekki við biðlista­vanda í heil­brigðis­kerf­inu, sem ein­skorðast ekki við bið eft­ir liðskiptaaðgerðum eða bið eft­ir heim­il­is­lækna­tíma, blas­ir við okk­ur að hér verður tvö­falt heil­brigðis­kerfi sem mis­mun­ar fólki eft­ir fjár­hag. Þannig kerfi eig­um við ekki að byggja upp.

Það sem við vilj­um er heil­brigðis­kerfi sem virk­ar. Hluti lausn­ar­inn­ar er að létta á álagi á Land­spít­al­an­um, til dæm­is með því að bjóða út þjón­ustu sem ekki þarf nauðsyn­lega að sinna inn­an há­skóla­sjúkra­húss­ins, og einkaaðilar eru fær­ir um að veita.

Mark­mið um jafnt aðgengi

Vandi heil­brigðis­kerf­is­ins er fjölþætt­ur og mun hraðari inn­leiðing tækni­lausna og frek­ari einka­rekst­ur í heil­brigðis­kerf­inu nýt­ast sem leiðir til þess að ná mark­miði um jafnt aðgengi að heil­brigðisþjón­ustu ásamt því að auka skil­virkni og hag­kvæmni.

Þá munu fjöl­breytt­ari rekstr­ar­form auka fjöl­breytni í starfs­um­hverfi og starf­stæki­fær­um heil­brigðis­fag­stétta og laða að sér mannafla. En til mik­ils er að vinna að víða um land séu spenn­andi at­vinnu­tæki­færi á fjöl­breytt­um vinnu­stöðum til að laða aft­ur heim ís­lenskt heil­brigðis­starfs­fólk sem starfar er­lend­is og þau sem ljúka námi sínu er­lend­is. Enn er aðgengi lands­manna að heil­brigðis­kerf­inu mis­skipt eft­ir bú­setu og mun áhersla á tækni­lausn­ir til að veita fjar­heil­brigðisþjón­ustu vera lyk­ill í því að tryggja jafnt aðgengi að þjón­ust­unni.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 26. febrúar 2024.