Fyrsti áfangastaður þingflokksins á mánudeginum var Djúpivogur. Þar var vel tekið á móti hópnum hjá Búlandstindi ehf. þar sem haldinn var opinn súpufundur. Kristján Ingimarsson, framkvæmdarstjóri Búlandstinds, bauð hópinn velkominn og fræddi þingflokkinn um starfsemi félagsins. Í kjölfarið var borin fram dýringdis sætkartöflusúpa og oddiviti Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, Njáll Trausti Friðbertsson, ávarpaði salinn og drap á helstu áskorunum sem uppi eru á þingi.
Líflegar umræður áttu sér stað á fundinum þar sem helstu málefni sem brenna á bæjarbúum voru rædd til þaula, m.a. orkumál, samgöngumál, byggðakvótar og verðbólgan. Að vel heppnuðum fundi loknum hélt þingflokkurinn áfram ferð sinni í átt að Höfn.