Glatt á hjalla á Egilsstöðum
'}}

Það var glatt á hjalla þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins rann í hlað á Egilsstöðum á sunnudag. Fyrsta stopp í Múlaþingi var Hreindýragarðurinn á Vínlandi þar sem þingmenn eignuðust góða vini í einu tömdu hreindýrum Íslands.

Næst var haldið upp á konudaginn í heimboðum hjá Berglindi Hörpu Svavarsdóttir oddvita Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og Hilmari Gunnlaugssyni formanni fulltrúaráðsins í Múlaþingi. Þingmenn áttu gott samtal við trúnaðarmenn flokksins á svæðinu og gæddu sér á vel útilátnum veitingum.

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur síðustu ár nýtt kjördæmaviku á Alþingi í að hitta og eiga milliliðalaust samtal við Sjálfstæðismenn og kjósendur um land allt ásamt því að heimsækja fyrirtæki og atvinnurekendur.