Sjálfbær landnýting og Vatnsnesvegur ofarlega á blaði í Húnaþingi vestra
'}}

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hélt á föstudag af stað í árlega hringferð um landið. Þingflokkurinn heimssótti bæinn Bessastaði á Heggstaðanesi í Hrútafirði síðdegis, en búið reka nú hjónin Guðný Helga Björnsdóttir og Jóhann Birgir Magnússon. Búið hefur verið rekið af ætt Guðnýjar frá árinu 1900.

Magnús Magnússon oddviti Sjálfstæðisflokkins í Húnaþingi vestra tók til máls og flutti vísu orta af Halldóri Blöndal fyrrum ráðherra og forseta Alþingis við góðar undirtektir þingflokksins.

Það vakti mikla lukku þegar Guðný greindi síðan frá því að fyrr um daginn hefði fæðst kálfur á Bessastöðum og sá fengið nafnið Bjarni, í höfuðið á formanni flokksins og utanríkisráðherra.

Helstu málefni sem brunnu á heimamönnum voru málefni sveitarfélagsins, reglugerðardrög um sjálfbæra landnýtingu sem er í samráðsgátt og er mjög gagnrýnd, hitaveitumál, raforkumál, fiskeldismál og samgöngumál þar sem vegurinn um Vatnsnes var ofarlega á blaði.

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur síðustu ár nýtt kjördæmaviku á Alþingi í að hitta og eiga milliliðalaust samtal við Sjálfstæðismenn og kjósendur um land allt ásamt því að heimsækja fyrirtæki og atvinnurekendur.