Öld liðin frá stofnun Íhaldsflokksins
'}}

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:

Hinn 24. fe­brú­ar verður öld liðin frá stofn­un Íhalds­flokks­ins, fyrsta eig­in­lega hægri flokks­ins á Íslandi. Hollt er að minn­ast hug­sjóna flokks­ins á ald­araf­mæl­inu. Íhalds­flokk­ur­inn aðhyllt­ist frjáls­lyndi í rík­um mæli og var mik­il­væg­ur áfangi að mynd­un borg­ara­legs fjölda­flokks, Sjálf­stæðis­flokks­ins, árið 1929.

Tutt­ugu alþing­is­menn stóðu að stofn­un Íhalds­flokks­ins árið 1924, sem í kosn­ing­un­um 1923 höfðu átt aðild að Borg­ara­flokkn­um, kosn­inga­banda­lagi borg­ara­legra afla. Mark­miðið með stofn­un Íhalds­flokks­ins var að fylkja þess­um öfl­um sam­an í einn skipu­lagðan flokk.

Jón Þor­láks­son, verk­fræðing­ur og alþing­ismaður, var formaður Íhalds­flokks­ins og síðan fyrsti formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins frá 1929-1934.

Frjáls­lyndi gegn sósí­al­isma

Íhalds­flokk­ur­inn var stofnaður til mót­væg­is við Fram­sókn­ar­flokk­inn og Alþýðuflokk­inn, sem starfað höfðu frá 1916, en þeir aðhyllt­ust víðtæk op­in­ber af­skipti. Sósí­al­ist­ar voru í mik­illi sókn víða um heim um þess­ar mund­ir. Þeir vildu ger­breyta þjóðskipu­lag­inu, færa at­vinnu­rekst­ur úr hönd­um ein­stak­linga yfir til hins op­in­bera, skerða at­hafna­frelsi og jafn­vel af­nema einka­eign­ar­rétt.

Stofn­end­ur Íhalds­flokks­ins litu svo á að hlut­verk flokks­ins væri að berj­ast gegn sósí­al­ism­an­um. Halda ætti í það frelsi sem lands­menn höfðu fengið í stað þess að ganga stjórn­lyndi og miðstýr­ingu á hönd.

Íhalds­flokk­ur­inn myndaði rík­is­stjórn í mars 1924, nokkr­um vik­um eft­ir stofn­un flokks­ins. Rík­is­stjórn­in sat í þrjú ár og notaði þann tíma til að koma bönd­um á fjár­hag rík­is­sjóðs, sem verið hafði í megn­asta ólestri eft­ir mikla eyðslu og skulda­söfn­un um ára­bil. Skuld­ir voru lækkaðar og rík­is­af­skipti minnkuð. Mik­il áhersla var lögð á efl­ingu at­vinnu­veg­anna, aflétt­ingu hafta og að leggja niður óþarfar op­in­ber­ar stofn­an­ir.

Fram­fara­s­innaðir frum­kvöðlar

Árið 1929 runnu Íhalds­flokk­ur­inn og Frjáls­lyndi flokk­ur­inn sam­an und­ir nafni Sjálf­stæðis­flokks­ins. Þar með voru borg­ara­leg öfl loks sam­einuð í einn fjölda­flokk, sem hef­ur æ síðan verið burðarás ís­lenskra stjórn­mála.

Sam­kvæmt skil­grein­ingu Jóns Þor­láks­son­ar er frjáls­lyndi vönt­un á til­hneig­ingu til að ger­ast for­ráðamaður annarra. Af skrif­um Jóns sést að hann taldi íhalds­stefn­una eiga að viðhalda festu í fjár­mál­um og verja (halda í) fengið frjáls­lyndi gegn hinum stjórn­lynda sósí­al­isma.

And­stæðing­ar Íhalds­flokks­ins notuðu nafn­gift­ina til árása á flokk­inn og sögðu heitið bera með sér kyrr­stöðu, ef ekki aft­ur­hald. Ekk­ert var fjær sanni. Marg­ir stofn­end­ur og helstu stuðnings­menn flokks­ins voru fram­fara­s­innaðir frum­kvöðlar. Á sama tíma og þeir studdu flokk­inn stóðu þeir fyr­ir umbreyt­ingu at­vinnu­lífs­ins og stór­auk­inni verðmæta­sköp­un með nýrri tækni og bætt­um vinnu­brögðum.

Ýmsir flokks­menn voru þó ekki hrifn­ir af íhalds­nafn­inu og viður­kenndi Jón sjálf­ur að það hefði ókosti í för með sér. Það væri frem­ur ófull­kom­in þýðing á orðinu „konservativ“ og ætti orðið „varðveislu­stefna“ e.t.v. bet­ur við.

Eiga hug­sjón­irn­ar enn er­indi?

Mörg sjón­ar­mið, sem lágu að baki stofn­un Íhalds­flokks­ins fyr­ir hundrað árum, eiga enn er­indi. Nær­tæk­ast er að líta til stöðu op­in­berra fjár­mála. Rík­is­sjóður hef­ur verið rek­inn með mikl­um halla í fimm ár og Reykja­vík­ur­borg mun leng­ur. Brýnt er að snúa af braut skulda­söfn­un­ar og gera op­in­ber fjár­mál sjálf­bær að nýju.

At­hafna­frelsi ein­stak­linga og at­vinnu­fyr­ir­tækja eru sett­ar víðtæk­ar skorður með ýms­um höft­um og reglu­gerðum. Þá mæl­ist skatt­heimta hér ein hin mesta í heimi. Draga þarf úr skatt­byrði og reglu­gerðafarg­ani með frjáls­lyndi að leiðarljósi.

Með stofn­un Íhalds­flokks­ins og síðan Sjálf­stæðis­flokks­ins tókst að sam­eina krafta frjáls­lyndra hægri manna í sterk­um og sam­stæðum flokki. Sú sam­vinna varð til mik­ill­ar gæfu, leiddi af sér festu í stjórn­ar­fari og mikl­ar fram­far­ir í þjóðlífi.

Með fjölg­un stjórn­mála­flokka á und­an­förn­um árum hef­ur hins veg­ar dregið úr stjórn­festu, sem er var­huga­verð þróun. Eft­ir því sem flokk­um fjölg­ar á þingi og í sveit­ar­stjórn­um má bú­ast við auk­inni upp­lausn og veik­ara stjórn­ar­fari.

Að þessu leyti má einnig horfa aft­ur til þess tíma þegar borg­ara­lega sinnuð öfl báru gæfu til að standa sam­einuð í ein­um flokki.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 22. febrúar 2024.