Nauðsynlegar heimildir lögreglu
'}}

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra:

Um­fang og eðli skipu­lagðrar brot­a­starf­semi hafa á síðustu árum tekið veru­leg­um breyt­ing­um hér á landi til hins verra. Skýr dæmi eru um að hóp­ar inn­lendra jafnt sem er­lendra aðila hafa það að at­vinnu að fremja fjölda af­brota með skipu­leg­um hætti. Þetta eru til dæm­is al­var­leg of­beld­is­brot, þjófnaður, fjár­svik, fíkni­efna­brot og pen­ingaþvætti. Af þessu hef ég mikl­ar áhyggj­ur og tel nauðsyn­legt að mæta þess­ari stöðu með mark­viss­um aðgerðum til að varna af­brot­um enda eru af­brota­varn­ir lyk­il­atriði til að halda uppi alls­herj­ar­reglu og lög­um í land­inu.

Vegna þessa mun ég mæla fyr­ir frum­varpi til laga um breyt­ingu á lög­reglu­lög­um á Alþingi í dag. Frum­varpið kveður á um heim­ild­ir lög­reglu til aðgerða í þágu af­brota­varna, efl­ir eft­ir­lit með störf­um lög­reglu og hef­ur að geyma laga­fyr­ir­mæli um vopna­b­urð lög­reglu­manna. Frum­varpið er afrakst­ur vinnu dóms­málaráðuneyt­is­ins sem staðið hef­ur yfir und­an­far­in ár og varðar grein­ingu og end­ur­skoðun á þeim laga­heim­ild­um sem lög­regla hef­ur til að grípa til aðgerða í þágu af­brota­varna, einkum í því skyni að stemma stigu við skipu­lagðri brot­a­starf­semi og brot­um sem raskað geta ör­yggi borg­ar­anna og rík­is­ins.

Íslensk lög­regla hef­ur tak­markaðar heim­ild­ir

Að gefnu til­efni er mik­il­vægt að fram komi að þetta frum­varp fjall­ar ekki um svo­kallaðar for­virk­ar rann­sókn­ar­heim­ild­ir auk þess sem lög­regla fær ekki heim­ild til þving­un­ar­ráðstaf­ana, svo sem hús­leit­ar, lík­ams­leit­ar eða sím­hlust­un­ar, nema að afar tak­mörkuðu leyti eða ein­ung­is hald­lagn­ing­ar að und­an­gengn­um dóms­úrsk­urði.

Í frum­varp­inu er sér­stak­lega fjallað um laga­heim­ild­ir lög­reglu hér á landi og þær born­ar sam­an við heim­ild­ir lög­reglu ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um. Af þeim sam­an­b­urði er ljóst að starfs­um­hverfi, stofnana­upp­bygg­ing og laga­heim­ild­ir lög­reglu á sviði af­brota­varna eru mun tak­markaðri hér á landi en í ná­granna­ríkj­um, einkum að því er varðar ör­yggi rík­is­ins. Segja má að með samþykkt frum­varps­ins verði í raun eng­in breyt­ing þar á en stigið verður hins veg­ar mik­il­vægt skref í þá átt að lög­regla geti unnið með mark­viss­ari hætti í þágu al­mennra af­brota­varna, sem og til að sporna gegn skipu­lagðri brot­a­starf­semi og tryggja ör­yggi rík­is­ins og al­menn­ings.

Þrjú meg­in­at­riði frum­varps­ins

Í gróf­um drátt­um má greina þær heim­ild­ir sem frum­varpið hef­ur að geyma í þrennt: Í fyrsta lagi er verið að skjóta skýrri laga­stoð und­ir heim­ild lög­reglu til að afla og nýta upp­lýs­ing­ar sem hún býr yfir í því skyni að stemma stigu við af­brot­um. Í því felst heim­ild til að nýta upp­lýs­ing­ar til grein­ing­ar en jafn­framt að afla upp­lýs­inga með al­menn­um aðgerðum í þágu af­brota­varna, þ. á m. með því að hafa eft­ir­lit á al­manna­færi, vakta vefsíður sem opn­ar eru al­menn­ingi og með sam­skipt­um við upp­ljóstr­ara. Aðgerðir af þessu tagi verða ekki tald­ar með tæm­andi hætti og er því gert ráð fyr­ir því í frum­varp­inu að þær verði nán­ar út­færðar í reglu­gerð sem ráðherra set­ur. Til viðbót­ar er kveðið á um sér­staka heim­ild fyr­ir lög­reglu til að afla upp­lýs­inga frá öðrum stjórn­völd­um og stofn­un­um ef upp­lýs­ing­arn­ar eru nauðsyn­leg­ar og til þess falln­ar að hafa veru­lega þýðingu fyr­ir störf henn­ar í tengsl­um við rann­sókn al­var­legra brota gegn ör­yggi rík­is­ins, eða til að af­stýra slík­um brot­um.

Í ann­an stað er mælt fyr­ir um af­markaða heim­ild lög­reglu til að hafa eft­ir­lit með ein­stak­ling­um sem tengj­ast skipu­lögðum brota­sam­tök­um eða sem sér­greind hætta kann að stafa af fyr­ir ör­yggi rík­is­ins eða al­menn­ing. Kjarn­inn og mik­il­vægi þess­ar­ar heim­ild­ar felst í því að lög­reglu verður kleift að hafa eft­ir­lit með slík­um ein­stak­ling­um án þess þó að þeir séu grunaðir um til­tekið brot. Aðal­atriðið er að fyr­ir liggi áreiðan­leg­ar upp­lýs­ing­ar um að viðkom­andi hafi annaðhvort tengsl við skipu­lögð brota­sam­tök eða af hon­um kunni að stafa sér­greind hætta. Með þessu er skotið laga­heim­ild fyr­ir aðgerð sem al­mennt er nefnd skygg­ing og hef­ur m.a. það að mark­miði að staðreyna grun um af­brot. Hingað til hef­ur verið vafi um heim­ild­ir lög­reglu að þessu leyti en til sam­an­b­urðar hef­ur þótt sjálfsagt að blaðamenn fylg­ist með fólki á al­manna­færi.

Í þriðja lagi er mælt fyr­ir um að lög­reglu verði við til­tekn­ar aðstæður heim­ilt að beita þving­unar­úr­ræði í því skyni að koma í veg fyr­ir brot gegn ör­yggi rík­is­ins. Nán­ar til­tekið er um heim­ild til hald­lagn­ing­ar að ræða er bein­ist að þriðja aðila og verður henni aðeins beitt að und­an­gengn­um dóms­úrsk­urði.

Ríkt aðhald með störf­um lög­reglu

Vegna eðlis og um­fangs til­tek­inna aðgerða sem lög­reglu verður heim­ilt að beita í þágu af­brota­varna er kveðið á um í frum­varp­inu að nefnd um eft­ir­lit með lög­reglu skuli hafa eft­ir­lit með að aðgerðir upp­fylli skil­yrði lag­anna. Telji nefnd­in til­efni til skal hún taka aðgerð til skoðunar og sé afstaða nefnd­ar­inn­ar að aðgerðir lög­reglu hafi ekki upp­fyllt skil­yrði laga get­ur nefnd­in beint því til lög­reglu­stjóra að til­kynna viðkom­andi að hann hafi sætt eft­ir­liti. Er lög­reglu­stjóra skylt að verða við slík­um til­mæl­um. Vakni hins veg­ar grun­ur um refsi­verða hátt­semi skal nefnd­in án taf­ar senda héraðssak­sókn­ara eða eft­ir at­vik­um rík­is­sak­sókn­ara málið til meðferðar. Með þessu er tryggt að ein­stak­ling­ar geti leitað rétt­ar síns komi til þess að aðgerðir hafi verið viðhafðar að ósekju eða ekki upp­fyllt skil­yrði laga að öðru leyti. Loks er mælt fyr­ir um þing­legt eft­ir­lit þar sem nefnd­in skal skila Alþingi skýrslu ár hvert um störf sín.

Frum­varp þetta veit­ir þannig ríkt og nauðsyn­legt aðhald með störf­um lög­reglu, ekki aðeins á sviði af­brota­varna, held­ur einnig al­mennt og er því ekki aðeins til þess fallið að bæta starfs­um­hverfi lög­reglu held­ur einnig auka réttarör­yggi borg­ar­anna. Frum­varpið, auk annarra aðgerða, er mik­il­væg­ur þátt­ur í að styrkja af­brota­varn­ir ís­lensks sam­fé­lags. Verði frum­varpið samþykkt er stigið nauðsyn­legt skref í að fyr­ir­byggja af­brot og stuðla að auknu al­manna­ör­yggi og vel­ferð allra.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 19. febrúar 2024.