Fjölmenni á hádegisfundi SES með Birni Bjarnasyni
'}}

Björn Bjarnason fyrrverandi utanríkisráðherra var gestur á hádegisfundi Samtaka eldri sjálfstæðismanna sem haldinn var í hádeginu í dag, miðvikudaginn 21. febrúar 2024.

Salurinn í Valhöll var þéttsetinn en á fundinum ræddi Björn um öryggis- og varnarmál Íslands, Norðurlanda og Evrópu. Jafnframt fór hann yfir þær ógnir sem Evrópa stendur frammi fyrir, þar á meðal Ísland. Auk þess sem Björn reifaði nýjustu vendingar í árásarstríði Rússa gegn Úkraínu.

Fjörugar umræður urðu eftir framsögu Björns og kom áhugi fundarmanna vel fram í þeim fjölda spurninga sem fram komu. Pólitísk hlutdrægni Ríkisútvarpsins lá fundargestum þungt á hjarta og var klappað fyrir tillögu eins fundargests um að leggja niður stofnunina.