Fjölmennt var á fundi fulltrúa minni fyrirtækja í Grindavík með fulltrúum þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Valhöll þriðjudaginn 20. janúar.
Á fundinum voru hagsmunir minni fyrirtækja ræddir og þær risaáskoranir og óvissu sem þau standa frammi fyrir nú í kjölfar jarðhræringa og eldsumbrota undanfarna mánuði.
Aðkoma stjórnvalda, möguleg úrræði og frumvarpsdrög voru rædd og ábendingum komið á framfæri.