Stökkbreyttur samgöngusáttmáli
'}}

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:

Þegar svo­nefnd­ur sam­göngusátt­máli höfuðborg­ar­svæðis­ins var und­ir­ritaður árið 2019 var heild­ar­kostnaður við verk­efnið áætlaður ríf­lega 160 millj­arðar (á verðlagi 2023). Komið hef­ur í ljós að kostnaðaráætlan­ir sátt­mál­ans voru stór­lega van­metn­ar og virðist það eiga við um nær alla þætti hans.

Ljóst er að heild­ar­kostnaður­inn yrði ekki und­ir 300 millj­örðum króna eins og Bjarni Bene­dikts­son fyrr­ver­andi fjár­málaráðherra gerði grein fyr­ir í sept­em­ber sl. Raun­ar má gera ráð fyr­ir mun hærri kostnaði því mörg verk­efni sátt­mál­ans eru enn á frum­stigi. Reynsl­an sýn­ir að slík verk­efni hafa til­hneig­ingu til að fara langt fram úr upp­haf­leg­um áætl­un­um á síðari stig­um hönn­un­ar, sem og á fram­kvæmda­tíma.

Áætlað var að Arn­ar­nes­veg­ur kostaði 2,2 millj­arða króna en í fyrra var sú tala kom­in í 7,2 millj­arða. Áformað var að Sæ­braut­ar­stokk­ur kostaði þrjá millj­arða króna en sú kostnaðaráætl­un hef­ur ní­fald­ast og frumdrög hljóða upp á 27 millj­arða.

Fram­kvæmda­hluti borg­ar­línu myndi ekki kosta und­ir 126 millj­örðum króna og á þá eft­ir að gera ráð fyr­ir rekstr­ar­kostnaði henn­ar, sem nema mun nokkr­um millj­örðum króna ár­lega. Flest bend­ir til að borg­ar­lín­an verði óarðbær og muni í raun hafa veru­lega nei­kvætt nú­v­irði. Miklu hag­kvæm­ara væri að efla nú­ver­andi stræt­is­vagna­kerfi með mynd­ar­brag.

Stökk­breytt­ar áætlan­ir

Óviðun­andi er hversu marg­ar kostnaðaráætlan­ir op­in­berra fram­kvæmda stökk­breyt­ast til hækk­un­ar, jafn­vel án eðli­legr­ar upp­lýs­inga­gjaf­ar til kjör­inna full­trúa, þótt þeir beri póli­tíska ábyrgð á fram­kvæmd­un­um.

Fyr­ir ári kvartaði ég yfir því að fá ekki rétt­ar upp­lýs­ing­ar um áætlaðan kostnað við Foss­vogs­brú, held­ur úr­elt­ar og allt of lág­ar töl­ur. En sú aðferð er þekkt við op­in­ber gælu­verk­efni að halda kostnaðaráætl­un­um sem lægst­um á meðan verið er að „selja“ verk­efnið og skuld­binda skatt­greiðend­ur. Kostnaðaráætl­un vegna Foss­vogs­brú­ar nem­ur nú 8,8 millj­örðum króna og hef­ur marg­fald­ast frá upp­haf­legri áætl­un.

Árið 2019 lagði meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is ríka áherslu á að nefnd­in yrði upp­lýst ef stefndi í frá­vik kostnaðaráætl­ana ein­stakra fram­kvæmda sátt­mál­ans. Það virðist ekki hafa verið gert. Njáll Trausti Friðberts­son, alþing­ismaður og vara­formaður fjár­laga­nefnd­ar, hef­ur mikl­ar efa­semd­ir um hvernig staðið hef­ur verið að mál­um og seg­ir þingið þurfa að vera mun bet­ur upp­lýst um hvernig farið sé með fjár­muni rík­is­ins.

Sam­göngusátt­máli eða skatt­heimtusátt­máli?

Mörg­um stjórn­mála­mönn­um finnst
það hins veg­ar ekki til­töku­mál þótt
kostnaður við op­in­ber­ar fram­kvæmd­ir marg­fald­ist. Slík­um viðbót­ar­kostnaði velta þeir bara yfir á skatt­greiðend­ur eins og ótal dæmi sanna.

Óviðun­andi væri að velta gíf­ur­leg­um kostnaðar­auka vegna sam­göngusátt­mál­ans yfir á herðar skatt­greiðenda. Þing­menn mega ekki líta á end­ur­skoðun sátt­mál­ans sem hverja aðra upp­færslu á op­in­ber­um kostnaði, sem þeir velta síðan með værukærð yfir á al­menn­ing eins og um op­inn tékka sé að ræða.

Þess í stað verður að end­ur­skoða verk­efni sátt­mál­ans og meta hvort þau séu öll nauðsyn­leg. Við slíkt mat ber að hafa arðsemi og um­ferðarör­yggi að leiðarljósi en hafna óarðbær­um verk­efn­um.

Enn einn skatt­ur­inn?

Hug­mynd­ir eru uppi um að auka skatt­lagn­ingu á íbúa höfuðborg­ar­svæðis­ins með nýj­um skatti, svo­kölluðu um­ferðar­gjaldi. Virðist sá skatt­ur eiga að koma til viðbót­ar hinum háu um­ferðar­gjöld­um, sem þegar eru inn­heimt, þ.e. bens­ín­skött­um, bif­reiðagjöld­um og kíló­metra­gjöld­um, sem eru með hinum hæstu í heimi. Rætt er um að þessi um­ferðar­gjöld verði aðallega inn­heimt á stofn­braut­um og er slík viðbót­ar­skatt­heimta lík­leg til að koma sér­stak­lega hart niður á íbú­um í eystri hluta borg­ar­inn­ar.

Fátt er var­an­legra en tíma­bund­inn skatt­ur og eng­inn skyldi halda að skatt­heimt­unni linni þegar verk­efn­in hafa verið unn­in og greidd. Hér yrði því um að ræða skatta­hækk­un til framtíðar.

Skatt­byrði Íslend­inga er nú hin næst­mesta meðal OECD-ríkja. Áður en nýr skatt­ur verður lagður á þarf að ræða það af hrein­skilni og hisp­urs­leysi inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem og á Alþingi, hvort enn eigi að auka skatt­byrði lands­manna.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 15. febrúar 2024.