Vilja leggja RÚV ohf. niður
'}}

Þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa lagt fram frum­varp um end­ur­skoðun á rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla.

Frumvarpið kveður meðal annars á um formbeytingu á rekstri Ríkisútvarpsins þannig að op­in­bert hluta­fé­lag um Rík­is­út­varpið verði lagt niður og til verði rík­is­stofn­un á fjár­lög­um með sjálf­stæða stjórn.

Jafnframt verði skatta­leg­ar íviln­an­ir fyr­ir sjálf­stæða fjöl­miðla inn­leidd­ar í stað beinna rík­is­styrkja og skorður sett­ar við sam­keppn­is­rekstri Rík­is­út­varps­ins sem verði m.a. ekki heim­ilt að afla tekna með kostun dagskrárefnis.

„Með frum­varp­inu vilj­um við jafna stöðuna á fjöl­miðlamarkaði, draga úr for­rétt­ind­um rík­is­fjöl­miðils og styrkja stöðu sjálf­stæðra fjöl­miðla,“ segir Óli Björn Kára­son, þingmaður og fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins.

„Við þurf­um að viður­kenna að það voru mis­tök að gera Rík­is­út­varpið að op­in­beru hluta­fé­lagi. Þá ætti öll­um að vera ljóst að fyr­ir­komu­lag fjár­mögn­un­ar með álagn­ingu út­varps­gjalds er óeðli­leg. Klippt hef­ur verið á milli fjár­mögn­un­ar og þró­un­ar rekstr­ar­kostnaðar vegna lög­bund­inna verk­efna,“ segir Óli Björn jafnframt.

Í grein­ar­gerð með frum­varpsinu kemur fram að fjár­veit­ing­ar til Rík­is­út­varps­ins ráðist af fjölda skatt­greiðenda á aldr­in­um 16 til 67 ára, fjölda lögaðila og fjár­hæð út­varps­gjalds en á móti kemur sé hlut­verk og þjón­usta Rík­is­út­varps­ins nán­ast sú sama - óháð fjölda skatt­greiðenda hverju sinni. Aukn­ar tekj­ur Rík­is­út­varps­ins, vegna fjölg­un­ar greiðenda út­varps­gjalds, eru því í engu sam­ræmi við þær skyld­ur sem á þeim hvíl­ir að mati þingmanna Sjálfstæðisflokks.