Ísland 8. ríkasta land heims skv. The Economist
'}}

Ísland er í 8. sæti yfir ríkustu lönd heims út frá landsframleiðslu á hvern íbúa. Þetta kemur fram í úttekt sem The Economist gerði vegna ársins 2022.

Landsframleiðsla á mann á Íslandi árið 2022 er reiknuð 72.903 bandaríkjadalir. Í fyrsta sæti er Lúxemborg þar sem landsframleiðsla á mann er 126.427 bandaríkjadalir. Í öðru sæti er Bermuda með 118.846 bandaríkjadali í landsframleiðslu á mann, í þriðja sæti er Noregur með 106.149 bandaríkjadali í landsframleiðslu á mann, Sviss er í fjórða sæti með 92.101 bandaríkjadali í ársframleiðslu á mann, Katar er í fimmta sæti með 88.046 bandaríkjadali í landsframleiðslu á mann, Singapúr er í sjötta sæti með 82.808 bandaríkjadali í landsframleiðslu á mann og Bandaríkin í sjöunda sæti með 76.399 bandaríkjadali í landsframleiðslu á mann.

Danmörk er svo í níunda sæti með 66.983 bandaríkjadali í landsframleiðslu á mann. Svíþjóð er í 12. sæti með 55.873 bandaríkjadali í landsframleiðslu á mann og Finnland í 17. sæti  með 50.537 bandaríkjadalí í landsframleiðslu á mann.

Sjá nánar hér.