Stofnun Þjóðarsjóðs er á Þingmálaskrá Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur varaformanns Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra. Í nýlegu viðtali í hlaðvarpsþættinum Þjóðmálum segir hún þó að ekki sé gert ráð fyrir að greitt verði inn í slíkan sjóð fyrr en skuldahlutfall ríkisins hefur verið greitt niður. Sjóðnum verði ætlað það hlutverk að bregðast við ófyrirséðum áföllum í þjóðarbúinu.
„Ég geri ráð fyrir því þetta verði rætt í þinginu á næstunni,“ segir Þórdís Kolbrún.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og og fyrrum fjármálaráðherra kynnti slíkan sjóð fyrst árið 2016 sem þá var hluti af stjórnarsáttmálanum. Stóð þá til að setja það á dagskrá þingsins veturinn 2018-2019 en varð ekki af því. Síðan þá hefur Bjarni ítrekað rætt hugmyndafræðinga að baki slíkum sjóði og um mikilvægi hans, m.a. í tengslum við heimsfaraldurinn sem reyndi mjög á ríkisreksturinn.
Þáttinn í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.