Miðstjórnarkjör í Reykjavík
'}}

Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík auglýsir eftir framboðum til miðstjórnar.

Kosning verður skrifleg samkvæmt ákvörðun kjörstjórnar Varðar. Allir félagar fulltrúaráðsins hafa kosningarétt en allir sjálfstæðismenn í Reykjavík geta boðið sig fram. 

Framboðum skal skilað til fulltrúa kjörstjórnar Varðar á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins við Háaleitisbraut 1 á opnunartíma skrifstofunnar. Framboð telst gilt, ef það berst á þar til gerðu eyðublaði til skrifstofu Sjálfstæðisflokksins fyrir lok framboðsfrests, enda sé gerð um það skrifleg tillaga af fimm fulltrúum hið fæsta og af ekki fleiri en tíu fulltrúum. Eyðublað fyrir frambjóðendur liggur frammi á skrifstofu Valhallar og er einnig aðgengilegt á xd.is.

Vilji frambjóðandi taka þátt í sameiginlegri kynningu skal hann einnig skila inn 200 orða texta um sjálfan sig sem og mynd á tölvutæku formi. Frambjóðendur sendi tölvupóst með þessum upplýsingum á jonb@xd.is.

Framboð skulu berast til Valhallar eigi síðar en kl. 16.00, mánudaginn 22. janúar 2024.

Kosning fer fram í Valhöll dagana 24. og 25. janúar 2024.

Kjörstjórn Varðar

2024_01_Eyðublöð-Miðstjórnarkjör