Málfundafélagið Óðinn heldur opinn fund um orkumál í Valhöll Háaleitisbraut 1 í kvöld kl. 20:00. Fundinum verður streymt beint.
Gestir fundarins verða þeir Andri Snær Magnason rithöfundur og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, sem munu halda framsögur og taka þátt í opnum umræðum um stöðu og framtíð orkumála á Íslandi ekki síst m.t.t. orkuskipta.
Hvaða áskoranir stöndum við frammi fyrir í orkumálum? Erum við klár í orkuskiptin? Ef ekki – hvað þarf til? Þessum og fleiri álíka spurningum verður velt upp á fundinum.
Guðný Halldórsdóttir, stjórnarmaður í Óðni, mun stýra umræðum og Birna Hafstein, formaður Óðins, mun bjóða gesti velkomna í upphafi.
Öll velkomin.