Skipulögð umferðarteppa á mikilvægum gatnamótum
'}}

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:

Ófremd­ar­ástand hef­ur ríkt á gatna­mót­um Sæ­braut­ar og Klepps­mýr­ar­veg­ar um margra mánaða skeið þar sem þau anna hvorki mik­illi um­ferð frá at­vinnu­hverf­inu aust­an Sæ­braut­ar né ört vax­andi íbúa­byggð þar. Sú ákvörðun Reykja­vík­ur­borg­ar, að þrengja gatna­mót­in og fækka vinstri­beygjuak­rein­um af Klepps­mýr­ar­vegi inn á Sæ­braut til suðurs, leiðir til mik­illa tafa og hef­ur mjög slæm­ar af­leiðing­ar fyr­ir um­ferð um þessi fjöl­förnu gatna­mót.

Brýnt er að leiðrétta þessi mis­tök sem fyrst og fjölga áður­nefnd­um vinstri­beygjuak­rein­um í tvær á ný. Um leið þarf að tryggja ör­yggi skóla­barna og annarra gang­andi veg­far­enda á leið yfir Sæ­braut með sér­stök­um aðgerðum.

Um­rædd gatna­mót eru helsta teng­ing vega­kerf­is­ins við at­vinnu­hverfið aust­an Sæ­braut­ar, sem er eitt mik­il­væg­asta at­vinnu- og þjón­ustu­hverfi lands­ins. Fjöldi fólks sæk­ir dag­lega at­vinnu eða þjón­ustu til þeirra fjöl­mörgu fyr­ir­tækja sem þar eru starf­rækt. Þar eru vin­sæl­ar bygg­ing­ar­vöru­versl­an­ir, verk­stæði og ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki svo eitt­hvað sé nefnt. Þar er einnig stærsta inn­flutn­ings­höfn lands­ins ásamt vöru­hús­um og vöru­flutn­inga­miðstöðvum. Fjöl­mennt íbúa­hverfi hef­ur að und­an­förnu sprottið upp í Voga­byggð, sem eyk­ur enn á um­ferðina um svæðið, sem þó var mik­il fyr­ir.

Á hverj­um degi fer fjöldi vöru­flutn­inga­bif­reiða úr hverf­inu með vör­ur, sem dreift er um allt höfuðborg­ar­svæðið og út um land. Hverfið er því mik­il­væg­ur innviður og ómiss­andi hlekk­ur í vöru­flutn­inga­kerfi lands­ins. Svo mik­il­vægt at­vinnu­hverfi verður að vera vel tengt við stofn­braut­ir og þjóðvegi. Gatna­mót Sæ­braut­ar og Klepps­mýr­ar­veg­ar eru ein helsta teng­ing hverf­is­ins við vega­kerfið og um þau fer stór hluti vöru­inn­flutn­ings lands­manna.

Fram­kvæmd­ir án sam­ráðs

Í byrj­un síðasta árs sáu for­svars­menn fyr­ir­tækja á svæðinu í fjöl­miðlum að Reykja­vík­ur­borg hygðist fækka beygjuak­rein­um af Klepps­mýr­ar­vegi yfir á Sæ­braut úr tveim­ur í eina. Slík­ar fyr­ir­ætlan­ir komu þeim mjög á óvart því um­rædd­ar tvær beygjuak­rein­ar önnuðu vart um­ferð af Klepps­mýr­ar­vegi inn á Sæ­braut, ekki síst eft­ir að um­ferð íbúa úr hinu nýja Voga­hverfi bætt­ist við.

Fyr­ir­tæk­in brugðust skjótt við, höfðu sam­band við Reykja­vík­ur­borg og komu því skýrt á fram­færi að þreng­ing gatna­mót­anna myndi hafa mjög nei­kvæð áhrif á starf­semi fyr­ir­tækj­anna á svæðinu. Jafn­framt var óskað eft­ir því að borg­in hefði sam­ráð við fyr­ir­tæk­in um málið áður en ráðist yrði í fram­kvæmd­ir. Borg­in hét sam­ráði en réðst þó í þreng­ingu gatna­mót­anna í haust án sam­ráðs og síðan hef­ur ríkt þar ófremd­ar­ástand.

Til­laga Sjálf­stæðis­flokks­ins

Borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins lögðu því til í októ­ber sl. að vinstri­beygjuak­rein­um af Klepps­mýr­ar­vegi, inn á Sæ­braut til suðurs, yrði fjölgað í tvær á nýj­an leik. Jafn­framt yrði ör­yggi gang­andi veg­far­enda á leið yfir Sæ­braut aukið, t.d. með hnapp­a­stýrðu og/​eða snjall­stýrðu gang­braut­ar­ljósi. Lögðum við þannig til leiðrétt­ingu á þeim mis­tök­um sem voru gerð með þreng­ingu gatna­mót­anna.

Til­lag­an var felld með fjór­um at­kvæðum meiri­hluta Sam­fylk­ing­ar, Fram­sókn­ar­flokks, Pírata og Viðreisn­ar, gegn tveim­ur at­kvæðum Sjálf­stæðis­flokks­ins, á fundi um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur, 29. nóv­em­ber sl.

Greini­legt er að vinstri meiri­hlut­inn tel­ur eng­in mis­tök hafa verið gerð með þreng­ingu gatna­móta Sæ­braut­ar og Klepps­mýr­ar­veg­ar, sem leitt hef­ur til mik­illa um­ferðartafa og óviðun­andi teng­ing­ar heils at­vinnu­hverf­is við vega­kerfi lands­ins. Um­rædd þreng­ing er því lík­lega hluti af þeirri skýru stefnu meiri­hlut­ans að skapa sem víðast öngþveiti í um­ferðinni.

Greinin birtist í Morgunblaðinu, 11. janúar 2024.