Þegar traustið hverfur
'}}

„Það er ekki alltaf ein­falt eða auðvelt að vera stjórn­arþingmaður. Þegar rík­is­stjórn Vinstri-grænna, Fram­sókn­ar og Sjálf­stæðis­flokks var mynduð und­ir for­sæti Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur árið 2017 var mér ljóst að oft myndi reyna á þolrif flestra þing­manna flokk­anna. Annað væri óeðli­legt og jafn­vel óheil­brigt þegar mynduð er rík­is­stjórn þvert yfir hið póli­tíska leik­svið,“ segir Óli Björn Kárason í grein sinni „Þegar traustið hverfur“.

Þar rifjar hann upp að hann hafi sagt í pistli nokkrum dögum áður en ríkisstjórnin tók formlega við völdum árið 2017 að sanngjarnar málamiðlanir væru forsenda þess að ólíkir stjórnmálaflokkar og pólitískir andstæðingar tækju höndum saman. Forsendur fyrir samvinnu svo ólíkra flokka væru trúnaður og traust.

Óli Björn rifjar einnig upp eftirfarandi orð sín eft­ir kosn­ing­arn­ar 2021 þegar unnið var að end­ur­nýj­un sam­starfs­ins. „Fáum get­ur dulist að í mörg­um mál­um er langt á milli stjórn­ar­flokk­anna. Brú­ar­smíðin verður flók­in og krefst út­sjón­ar­semi og lagni smiðsins. Sá trúnaður og traust sem ríkt hef­ur á milli for­ystu­manna stjórn­ar­flokk­anna hjálp­ar.“

Þá víkur Óli Björn að einhliða ákvörðun matvælaráðherra í lok júni um tímabundna stöðvun veiða á langreiðum og segir m.a. „Ekki verður séð hvernig ráðherra, sem virðir ekki gild­andi lög vegna þess að hann tel­ur þau úr­elt eða þau sam­ræm­ist ekki eig­in póli­tísk­um áhersl­um, geti gert kröfu til þess að starfa í skjóli Sjálf­stæðis­flokks­ins. Ráðherra sem huns­ar ein­dreg­inn vilja meiri­hluta stjórn­arþing­manna nýt­ur hvorki trausts né trúnaðar. Aðeins póli­tísk­ir ein­feldn­ing­ar geta talið sér trú um annað.“

Lestu greinina í heild sinni hér.