Þegar traustið hverfur
'}}

Óli Björn Kárason, alþingismaður:

Það er ekki alltaf ein­falt eða auðvelt að vera stjórn­arþingmaður. Þegar rík­is­stjórn Vinstri-grænna, Fram­sókn­ar og Sjálf­stæðis­flokks var mynduð und­ir for­sæti Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur árið 2017 var mér ljóst að oft myndi reyna á þolrif flestra þing­manna flokk­anna. Annað væri óeðli­legt og jafn­vel óheil­brigt þegar mynduð er rík­is­stjórn þvert yfir hið póli­tíska leik­svið.

Átta dög­um áður en rík­is­stjórn­in tók form­lega við völd­um sagði ég meðal ann­ars í pistli hér í Morg­un­blaðinu:

„Sann­gjarn­ar mála­miðlan­ir eru for­senda þess að ólík­ir stjórn­mála­flokk­ar og póli­tísk­ir and­stæðing­ar taki hönd­um sam­an, en það er til lít­ils að hefja sam­starf ef trúnaður og traust er ekki fyr­ir hendi. Þegar og ef full­trú­ar and­stæðra póla í ís­lensk­um stjórn­mál­um ákveða að ger­ast sam­verka­menn eru þeir að gefa fyr­ir­heit um að tak­ast sam­eig­in­lega á við það ófyr­ir­séða – leysa verk­efni og vanda­mál sem alltaf koma upp og all­ar rík­is­stjórn­ir þurfa að glíma við, með mis­jöfn­um ár­angri. Flokks­sverðin eru slíðruð og vopna­hlé samið um hríð.“

Trúnaður og traust voru og eru for­send­ur fyr­ir sam­vinnu þess­ara ólíku flokka. Þetta end­ur­tók ég eft­ir kosn­ing­arn­ar 2021 þegar unnið var að end­ur­nýj­un sam­starfs­ins:

„Fáum get­ur dulist að í mörg­um mál­um er langt á milli stjórn­ar­flokk­anna. Brú­ar­smíðin verður flók­in og krefst út­sjón­ar­semi og lagni smiðsins. Sá trúnaður og traust sem ríkt hef­ur á milli for­ystu­manna stjórn­ar­flokk­anna hjálp­ar.“

Ráðherra gref­ur und­an rík­is­stjórn

Und­ir lok júní á liðnu ári tók mat­vælaráðherra ein­hliða ákvörðun, með út­gáfu reglu­gerðar, um að stöðva tíma­bundið veiðar á langreyðum. Ákvörðunin kom eins og þruma úr heiðskíru lofti enda tek­in nokkr­um klukku­tím­um áður en veiðar áttu að hefjast.

Ég, líkt og marg­ir aðrir, hélt því fram að ráðherra hefði gengið gegn lög­um, ekki sinnt rann­sókn­ar­skyldu sinni eða gætt meðal­hófs – ekki fylgt sann­gjarnri og hóf­samri stjórn­sýslu. Brotið gegn stjórn­ar­skrár­vörðum at­vinnu­rétt­ind­um og í engu hugað að þeim mikla fjár­hags­lega skaða sem ákvörðunin valdi á annað hundrað starfs­mönn­um og fjöl­skyld­um þeirra. And­mæla­rétt­ur virt­ur að vett­ugi og fyr­ir­var­inn eng­inn.

Gagn­rýn­in á stjórn­sýslu ráðherr­ans hafði ekk­ert með af­stöðu til hval­veiða að gera, held­ur vald­beit­ingu ráðherra þvert á lög og ráðlegg­ing­ar sér­fræðinga ráðuneyt­is­ins.

Í áliti sem birt var í síðustu viku staðfest­ir umboðsmaður Alþing­is í öll­um meg­in­at­riðum þá hörðu gagn­rýni sem beint var að mat­vælaráðherra.

Í pistli 5. júlí hélt ég því fram að ráðherr­ann hefði „kastað blautri tusku í and­lit allra þing­manna sam­starfs­flokka rík­is­stjórn­ar­inn­ar“ og það væri „póli­tísk­ur barna­skap­ur að halda að slíkt hafi ekki áhrif á sam­starfið inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar“. Fram­gang­an bæri þess merki að lít­ill skiln­ing­ur væri á mik­il­vægi þess að taka til­lit til sjón­ar­miða sam­starfs­flokk­anna:

„Varla er hægt annað en kom­ast að þeirri niður­stöðu að um beina ögr­un sé að ræða við rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Með öðrum orðum; mat­vælaráðherra hef­ur gert at­lögu að sam­starfi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna. Og þar með veikt rík­is­stjórn­ina og grafið und­an mögu­leik­um henn­ar til að leysa erfið verk­efni á kom­andi mánuðum.“

Mér, eins og mörg­um öðrum, var mis­boðið og því full­yrti ég að traust milli mat­vælaráðherra og stjórn­arþing­manna væri lítið og það hefði áhrif á sam­starfið á kom­andi mánuðum.

Gef­ur lítið fyr­ir álit

Mat­vælaráðherra seg­ist taka álit umboðsmanns al­var­lega en ætl­ar að sitja sem fast­ast. Engu skipt­ir þótt lög­um hafi ekki verið fylgt og meðal­hófs­regla brot­in. Ráðherr­ann tel­ur sig þvert á móti hafa breytt rétt enda lög um hval­veiðar úr­elt! Eini lær­dóm­ur­inn sem ráðherr­ann virðist draga af áliti umboðsmanns og harðri gagn­rýni frá öðrum, er að beita sér fyr­ir því að „þessi úr­eltu lög séu færð til nú­tím­ans“.

Sem sagt: Mat­vælaráðherra tel­ur rétt­læt­an­legt að ganga gegn lög­um, meðal­hófs­reglu og stjórn­ar­skrár­bundn­um rétt­ind­um, vegna þess að í gildi séu, að hans mati, úr­elt lög sem þurfi að breyta – upp­færa til nú­tím­ans!

Eng­inn – hvort sem viðkom­andi er fylgj­andi eða and­víg­ur hval­veiðum – get­ur sætt sig við að ráðherra fari með vald­heim­ild­ir sín­ar með þeim hætti sem mat­vælaráðherra hef­ur gert. Í frjálsu sam­fé­lagi, sem byggt er á lög­um, er það ekki val­kvætt fyr­ir ráðherra að fara að lög­um, virða meðal­hófs­reglu stjórn­sýslu­rétt­ar eða stjórn­ar­skrár­bund­in rétt­indi. Póli­tísk hug­mynda­fræði veit­ir eng­um rétt til að víkja lög­um til hliðar – hvorki ráðherr­um né öðrum. Við erum sam­fé­lag laga, ekki geðþótta og til­skip­ana.

Ekki verður séð hvernig ráðherra, sem virðir ekki gild­andi lög vegna þess að hann tel­ur þau úr­elt eða þau sam­ræm­ist ekki eig­in póli­tísk­um áhersl­um, geti gert kröfu til þess að starfa í skjóli Sjálf­stæðis­flokks­ins. Ráðherra sem huns­ar ein­dreg­inn vilja meiri­hluta stjórn­arþing­manna nýt­ur hvorki trausts né trúnaðar. Aðeins póli­tísk­ir ein­feldn­ing­ar geta talið sér trú um annað.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 10. janúar 2024.