Fjölmennt á fundi Samtaka eldri sjálfstæðismanna með Guðlaugi Þór
'}}

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra var gestur á hádegisfundi Samtaka eldri sjálfstæðismanna sem haldinn var í hádeginu í dag, miðvikudaginn 10. janúar 2024.

Guðlaugur ræddi m.a. um það helsta sem ráðuneyti hans er að fást við þessa dagana, áherslur og árangur flokksins í orku- og umhverfismálum, rammaáætlun, sögu Sjálfstæðisflokksins sem umhverfisflokks, stöðuna á hitaveitu í landinu og tækifæri í orku- og loftslagsmálum.

Fjörugar umræður sköpuðust eftir framsögu Guðlaugs og tóku margir máls.