Vilhjálmur Árnason á fundi í Sandgerði í kvöld
'}}

Vilhjálmur Árnason ritari Sjálfstæðisflokksins verður á fundi sjálfstæðisfélags Suðurnesjabæjar í kvöld, þriðjudaginn 9. janúar, klukkan 20:00 í samkomuhúsinu í Sandgerði.  Vilhjálmur mun fara yfir stjórnarsamstarfið eins og það lítur út í dag og fjalla um innri mál flokksins, s.s. hvernig starf ritara er að þróast. Jafnfram mun hann ræða stærsta verkefni Suðurnesja framundan, sem snýr að Grindavík.

Góður tími verður fyrir spurningar og umræður.

Öll velkomin.