Er óðaverðbólga í Reykjavík?
'}}

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:

Ársverðbólga 2023 nam 7,7% á landsvísu og hef­ur ekki verið hærri í mörg ár. Verðbólg­an fór yfir 10% í mars en hjaðnaði nokkuð þegar leið á árið. Góður ár­ang­ur hef­ur því náðst í bar­átt­unni við verðbólg­una und­an­farna mánuði en bet­ur má ef duga skal.

Eitt brýn­asta verk­efni nýhaf­ins árs verður að lækka verðbólg­una frek­ar. Jafn­framt þarf að lækka vexti. Um það eru flest­ir hag­fræðing­ar, stjórn­mála­menn og verka­lýðsleiðtog­ar sam­mála. Ljóst er að skyn­sam­leg­ir kjara­samn­ing­ar eru ein helsta for­senda þess­ara mark­miða.

Önnur mik­il­væg for­senda er sú að hið op­in­bera hækki ekki verð á þjón­ustu sinni langt um­fram verðlag enda eru all­ar slík­ar hækk­an­ir olía á verðbólgu­bálið. Frá sam­tök­um launa­fólks er því há­vær krafa um að ríki og sveit­ar­fé­lög gæti hófs í gjald­skrár­hækk­un­um.

Sam­kvæmt samþykktri til­lögu borg­ar­stjóra frá því í nóv­em­ber sl. áttu gjald­skrár þjón­ustu­gjalda borg­ar­inn­ar að jafnaði að hækka um 5,5% nú um ára­mót­in. Þegar gjald­skrárn­ar eru lesn­ar sést að frá þess­ari tölu eru mörg slá­andi frá­vik eins og eft­ir­far­andi dæmi sýna:

Allt að 71% hækk­un sorp­hirðugjalda

Sorp­hirðugjöld hækka um allt að 71% um ára­mót­in. Árgjald fyr­ir blandaða tunnu verður 43.000 krón­ur og hækk­ar þannig um 17.800 kr. milli ára (71%). Árgjald tunnu fyr­ir mat­ar­leif­ar hækk­ar um 2.700 kr. (17%) og verður 18.200 kr.

Árgjald fyr­ir papp­írstunnu lækk­ar hins veg­ar um 1.800 krón­ur (15%) og verður 10.100 krón­ur. Þá lækk­ar ár­gjald plast­tunnu um 1.100 krón­ur (9,2%) og verður 10.900.

Árgjald tví­skiptr­ar tunnu fyr­ir blandað sorp og mat­ar­leif­ar verður 52.500 kr. og tví­skiptr­ar tunnu fyr­ir papp­ír og plast 10.500 kr.

Heim­ili, sem greiddi áður sam­tals 37.100 krón­ur á ári fyr­ir tvær tunn­ur, þ.e. blandaða tunnu og papp­írstunnu, þarf nú að greiða sam­tals 63.000 krón­ur á ári fyr­ir tvær tví­skipt­ar tunn­ur. Hækk­un­in nem­ur 25.900 krón­um eða 70%.

40% hækk­un bíla­stæðagjalda

Bíla­stæðagjöld í miðborg­inni voru hækkuð um 40% í októ­ber. Þá var tek­in upp gjald­taka á sunnu­dög­um, gjaldsvæði stækkuð og gjald­töku­tími lengd­ur til kl. 21 alla daga vik­unn­ar.

29% hækk­un í strætó

Far­gjöld stræt­is­vagna hækka 8. janú­ar. Stakt gjald hækk­ar þá um 10,5% eða í 630 krón­ur. Um er að ræða þriðju gjald­skrár­hækk­un Strætó bs. á fimmtán mánuðum. Hef­ur stak­ur farmiði hækkað um 29% á þessu rúma ári eða úr 490 í 630 krón­ur. Er þetta lík­lega hæsta staka strætógjald í heimi. Eng­inn magnafslátt­ur er veitt­ur þótt keypt­ar séu tíu ferðir eins og tíðkast víðast hvar er­lend­is.

Mikl­ar hækk­an­ir Sorpu

Mik­ill mun­ur er á verðhækk­un­um vegna mót­töku úr­gangs hjá Sorpu. 28 af 107 gjaldaliðum standa í stað eða lækka. 25 gjaldaliðir hækka hins veg­ar um rúm­lega 100%. Mesta verðhækk­un­in nem­ur 310%, þ.e. fyr­ir mengaðan upp­gröft á urðun­arstað.

Níu af þrett­án gjald­flokk­um hjá gas- og jarðgerðar­stöðinni Gaju hækka í verði og eru þær hækk­an­ir á bil­inu 24-70%. Gjald­hækk­an­ir á end­ur­vinnslu­stöðvum eru hóf­leg­ar, frá 0-4,35%.

Ljóst er að áður­nefnd­ar hækk­an­ir Sorpu bitna helst á at­vinnu­fyr­ir­tækj­um og þess vegna þykir ef til vill í lagi að hafa þær svo mikl­ar. Það má þó ekki gleym­ast að það eru ætíð neyt­end­ur sem borga á end­an­um fyr­ir aukn­ar álög­ur á at­vinnu­lífið.

21% hækk­un skíðakorta

Dagskort full­orðinna hækk­ar í verði um 21%, kost­ar 5.940 eft­ir hækk­un. Vetr­ar­kort hækk­ar í 51.600 kr. eða um 16%, dagskort á göngu­svæði hækk­ar um 20% og vetr­ar­kort um 21%. Þá fá eldri borg­ar­ar ekki leng­ur ókeyp­is aðgang að skíðalönd­un­um.

Gjald­skrár verði end­ur­skoðaðar

All­ar hækk­an­ir á gjald­skrám Reykja­vík­ur­borg­ar og dótt­ur­fyr­ir­tækja henn­ar hafa verið samþykkt­ar af borg­ar­full­trú­um meiri­hluta Sam­fylk­ing­ar, Fram­sókn­ar­flokks, Pírata og Viðreisn­ar. Þegar þess­ar hækk­an­ir eru skoðaðar er engu lík­ara en óðaverðbólga geisi í Reykja­vík.

Á síðasta fundi borg­ar­ráðs fyr­ir jól var samþykkt að hugs­an­lega yrði dregið úr áður ákveðnum gjald­skrár­hækk­un­um „vegna þjón­ustu við börn og barna­fjöl­skyld­ur þannig að þær verði ekki hærri en 3,5% árið 2024“.

Ein­ar Þor­steins­son verðandi borg­ar­stjóri sagði í fjöl­miðlum í vik­unni að Reykja­vík­ur­borg væri til­bú­in að halda aft­ur af gjald­skrár­hækk­un­um til að stuðla að jafn­vægi í efna­hags­líf­inu.

Reykja­vík­ur­borg verður að end­ur­skoða þær gjald­skrár­hækk­an­ir sem eru al­ger­lega úr takti við eðli­leg­ar kostnaðar­hækk­an­ir eða þróun verðlags í land­inu. Að óbreyttu munu þess­ar hækk­an­ir virka sem olía á verðbólgu­bálið og bitna á efna­hag fjöl­margra barna­fjöl­skyldna.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 4. janúar 2024.