Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:
Niðurstöður PISA-könnunarinnar 2022 hafa vakið verðskuldaða athygli og leitt til mikilla umræðna um árangur íslenskra grunnskóla. Ekkert ríki OECD lækkar jafnmikið milli PISA-kannana 2018 og 2022 og Ísland. Við erum lægst Norðurlanda og nálgumst botn OECD-ríkjanna, aðeins fimm þeirra fá lægri einkunn.
Færustu sérfræðingar í menntamálum telja stöðu Íslendinga í alþjóðlegum samanburði PISA ískyggilega. Telja þeir að ekki verði lengur undan því vikist að grípa til markvissra úrbóta í grunnskólakerfinu.Leyndarhyggja í stað gagnsæis
Í hvert sinn sem niðurstöður Pisa-könnunar eru kynntar hérlendis, berst hópur stjórnmálamanna gegn því af alefli gegn því að sundurgreindar upplýsingar um hvern skóla séu teknar saman í því skyni að nýta þær til umbóta á heimavelli. Sú hugmynd að foreldrar séu upplýstir um stöðu þeirra skóla, sem börnin þeirra ganga í, virðist vekja sérstaka andúð þessara sömu stjórnmálamanna.fyrir það starf skólanna, sem könnunin mælir og ættu að vera skilvirkt verkfæri þeirra til umbóta. Áður fyrr fóru margir reykvískir skólar í umbótastarf á grundvelli PISA-niðurstaðna. Víða um heim gaumgæfa sveitarfélög niðurstöður PISA fyrir einstaka skóla og ráðast síðan í úrbætur á grundvelli þeirra. Á það meðal annars við um Eista, Evrópumeistara í PISA, og Finna, Norðurlandameistara í PISA.
Slíkt er bagalegt enda eru niðurstöður PISA mjög mikilvæg endurgjöfEnn ein ríkisstofnunin?
Vandi grunnskólakerfisins verður ekki leystur með meiri miðstýringu og enn einni ríkisstofnuninni eins og nú er rætt um. Vandinn virðist ekki síst liggja í innra starfi grunnskólanna og þeirrar stefnu að eyða markvisst öllum mælitækjum úr skólakerfinu. Mikilvægt er að mæla það sem virkar og það sem virkar ekki. Tímabært er því að leyndarhyggjan um PISA-niðurstöður víki fyrir gagnsæi. Gera á hverjum grunnskóla kleift að sjá hvar hann stendur og hefja úrbætur á sínum forsendum.
Tillaga Sjálfstæðisflokksins
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til á borgarstjórnarfundi í vikunni að teknar verði saman sundurgreindar niðurstöður úr PISA 2022 um hvern grunnskóla fyrir sig. Viðkomandi skólastjórnendur verði upplýstir um frammistöðu síns skóla og þeim þannig gefinn kostur á að nýta þær til úrbóta í störfum sínum.
Raunar væri æskilegt að ganga lengra og upplýsa öll skólaráð og stjórnir foreldrafélaga jafnframt um útkomu viðkomandi skóla í PISA. Þannig gætu þessir aðilar áttað sig á því hvað hafi reynst vel í starfi viðkomandi skóla og hvað misfarist. Á grundvelli slíkra upplýsinga væri hægt að efna til umræðna um æskilegar úrbætur, sem mikil þörf er á í mörgum íslenskum skólum. Slíkt þykir vera sjálfsagt mál víða erlendis og eðlilegur hluti af umbótastarfi skólastofnana.Tillögu vísað til nefndar
Borgarfulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar kusu að vísa umræddri tillögu Sjálfstæðisflokksins til nefndar, (skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur). Fyrri tillögur Sjálfstæðisflokksins um sama efni (2014, 2017 og 2019) hlutu svipaða meðferð. Þeim var vísað til nefndar, teknar til meðferðar eftir dúk og disk og að lokum felldar af borgarfulltrúum vinstri flokkanna.
Skýtur skökku við að sömu stjórnmálamenn og segjast styðja og viðurkenna mikilvægi foreldra í skólastarfi, leggist á sama tíma gegn því að foreldrar séu upplýstir um stöðu þess skóla, sem börnin þeirra ganga í.Greinin birtist í Morgunblaðinu 14. desember 2023