Magnús L. Sveinsson fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður VR var föstudaginn 1. desember sæmdur heiðursnafnbótinni heiðursformaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Magnús sat í borgarstjórn Reykjavíkur um árabil og var m.a. forseti borgarstjórnar. Þá gegndi hann einnig um árabil formennsku í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur (VR) og gætti þar hagsmuna verslunarfólks í kjarabaráttunni.
Það var Kristinn Karl Brynjarsson formaður Verkalýðsráðs sem afhenti Magnúsi heiðursnafnbótina.
Verkalýðsráð hélt sína árlegu fullveldishátíð þann 1. desember í Valhöll. Samkoman var ákaflega vel sótt og ríkti góð stemning. Auk þess að sæma Magnúsi heiðursnafnbót fór sagnfræðingurinn Björn Jón Bragason yfir sögu verkalýðsbaráttu og Sjálfstæðisflokksins í erindi sem hann flutti.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Magnús L. Sveinsson og Kristinn Karl Brynjarsson formaður Verkalýðsráðs.
Magnús L. Sveinsson og Þórður Þórarinsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.
Björn Jón Bragason flytur erindi sitt.