„Við þurfum öll að taka þátt í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og þar hefur unga fólkið gengið fram með góðu fordæmi. Við þurfum að hlusta á þau og fylgja þeirra fordæmi í mörgum efnum og yfirlýsingin sem ég undirritaði staðfestir vilja íslenskra stjórnvalda til að gera það,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í tilefni af undirritun, yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um börn, ungmenni og loftslagsaðgerðir (Declaration on Children, Youth and Climate Action).
Í frétt á vef umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins kemur fram að rúmlega 40 ríki auk Íslands hafi undirritað yfirlýsinguna. Þeirra á meðal eru Noregur, Svíþjóð, Spánn og Holland. Þar kemur einnig fram að yfirlýsingin eigi rætur sínar í loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Madríd árið 2019, COP25.
“Markmiðið með yfirlýsingunni er að forgangsraða áherslum sem börn og ungmenni leggja áherslu á í tengslum við baráttuna gegn loftslagsbreytingum og auka aðkomu þeirra að stefnumótun og þátttöku í ákvarðanatöku er kemur að aðgerðum og aðlögun að loftslagsbreytingum.”
Þegar er að finna áherslur á þátttöku barna og ungmenna í baráttunni gegn loftslagsbreytingum í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, m.a. með þátttöku fulltrúa ungmenna á loftslagsráðstefnum SÞ, með framkvæmd Barnasáttmála SÞ í gegnum Barnvænt Íslands og með ungmennaráði heimsmarkmiðanna.
Áherslur á þátttöku barna- og ungmenna í baráttunni gegn loftslagsbreytingum er þegar að finna í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, m.a. með þátttöku fulltrúa ungmenna á loftslagsráðstefnum Sþ, með framkvæmd Barnasáttmála Sþ í gegnum Barnvænt Ísland og með ungmennaráði heimsmarkmiðanna.
Sjá nánar hér.