Verkalýðsráð fagnar 1. des
'}}

Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins kemur saman í Valhöll, Háaleitisbraut 1, föstudaginn 1. desember kl. 17:00 til að fagna fullveldisdeginum.

Magnús L. Sveinsson fyrrverandi formaður VR og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins verður heiðraður og gerður að heiðursformanni Verkalýðsráðs á hátíðinni.

Björn Jón Bragason sagnfræðingur flytur stutt erindi um sögu Sjálfstæðisflokksins og launþegahreyfingarinnar.

Léttar veitingar og spjall.

Allir velkomnir.