Er þetta alvöru pistill?
'}}

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra:

Á hverj­um degi dyn­ur á okk­ur gríðarlegt magn af efni og upp­lýs­ing­um. Til dæm­is í formi greina­skrifa, tölvu­pósta, bréfa, smá­skila­boða og í gegn­um sam­fé­lags­miðla. Við nýt­um sím­ann til að nálg­ast fleiri og fleiri upp­lýs­ing­ar. Fleiri lesa þenn­an pist­il af snjallsím­an­um í dag en lásu pist­il minn fyr­ir ári á blaðsíðum Morg­un­blaðsins. Tækn­inni fleyg­ir fram og sta­f­ræn þróun hef­ur aldrei verið hraðari. Því fylgja ómæld tæki­færi en líka áskor­an­ir.

Ein af stóru áskor­un­un­um er að gæta að ör­yggi á net­inu meðal ann­ars með því að átta sig á því hvaða efni er al­vöru. Um þess­ar mund­ir geng­ur holskefla netsvika yfir al­menn­ing með mark­viss­um til­raun­um til að fá ein­stak­linga til að veita öðrum aðgang að sta­f­rænni þjón­ustu á borð við net­banka. Til­raun­ir til netsvika telj­ast til netárása og geta komið fram á ýmsa vegu. Svik­in byggja á því að ná sam­bandi við ein­stak­ling, jafn­an með tölvu­pósti, smá­skila­boðum eða sím­tali, og veita þar rang­ar en þó trú­verðugar upp­lýs­ing­ar sem verða þess vald­andi að ein­stak­ling­ur­inn, í góðri trú, er blekkt­ur til að nota ra­f­ræn skil­ríki, aðrar auðkenn­ing­ar­leiðir eða korta­upp­lýs­ing­ar.

Þessi teg­und netárása er ekki ný af nál­inni. Netsvik hafa þó stór­auk­ist síðustu miss­eri og eru netsvik­in oft­ar en ekki svo vönduð að erfitt er að draga trú­verðug­leika þeirra í efa. Það hef­ur gerst meðal ann­ars vegna getu tækn­inn­ar til að nota ís­lensku. Vanda­sam­ara er því að greina hvað eru al­vöru skila­boð og hvað ekki.

Fjöldi fólks hef­ur orðið fyr­ir fjár­hags­leg­um eða öðrum per­sónu­leg­um skaða af völd­um netsvika. Þessu fylg­ir sú hætta að til­trú al­menn­ings á ör­yggi sta­f­rænn­ar þjón­ustu bíði hnekki. Við því verður að bregðast. Varn­ir okk­ar við netsvik­um eru ágæt­ar og lang­flest­ar til­raun­ir eru stoppaðar áður en þær ná til fólks, magnið er aft­ur á móti orðið miklu meira.

Vegna þessa erum við að styrkja aðgerðaáætl­un um netör­yggi til að treysta varn­ir okk­ar. Vit­und­ar­vakn­ing er ekki síður mik­il­væg því við kom­um aldrei í veg fyr­ir að óprúttn­ir aðilar nálg­ist fólk með fjöl­breytt­um leiðum. Við þurf­um öll að vera vak­andi fyr­ir því hver sé send­andi skila­boðanna, hverj­ir það séu sem óska eft­ir ra­f­ræn­um skil­ríkj­um eða öðrum viðkvæm­um upp­lýs­ing­um. Gott er að hafa sam­band við raun­veru­lega aðilann til að at­huga hvort það sé í raun bank­inn, lög­regl­an, póst­ur­inn eða fyr­ir­tækið sem þú held­ur sem er að hafa sam­band við þig. Þá er mik­il­vægt að gæta sín á sím­töl­um þar sem beðið er um fjár­hags­upp­lýs­ing­ar. Það geta all­ir lent í netsvik­um og við þurf­um öll að vera á varðbergi. Við náum ekki ár­angri nema með sam­stilltu átaki, netör­yggi skipt­ir fólk, at­vinnu­lífið og sam­fé­lagið allt miklu máli.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 22. nóvember 2023.