Tæplega tvö hundruð flogið til baka til Venesúela
'}}

Í vikunni var tæplega tvö hundruð Venesúelamönnum sem áður hafði verið synjað um alþjóðlega vernd flogið til baka til Venesúela. Fólkið fór sjálfviljugt af landi brott með aðstoð íslenska ríkisins í samræmi við ákvæði útlendingalaga.

Brottflutningarnir byggja á ákvörðun úrskurðar kærunefndar útlendingamála frá því í september um að Útlendingastofnun sé heimilt að synja fólki frá Venesúela um alþjóðlega vernd hér á landi. Nefndin sneri þar með við fyrri afstöðu um að ríkisborgurum frá Venesúela skyldi veitt sérstök viðbótarvernd. Í úrskurðinum segir að ástandið í Venesúela fari batnandi og að aðstæður þar í landi séu ekki slíkar að þær réttlæti að allir sem komi þaðan eigi í hættu að sæta ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð.

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sagði í samtali við mbl.is í september sl. í kjölfar úrskurðarins að við gætum verið að horfa á eina umfangsmestu fólksflutninga síðari ára.

„Ef þú horf­ir til annarra Evr­ópu­ríkja hafa þau ekki verið að veita rík­is­borg­ur­um Venesúela viðbót­ar­vernd. Þetta hafa verið fáar um­sókn­ir sam­an­borið við þann um­sókn­ar­fjölda sem hef­ur komið komið til Íslands,” sagði hún í sama viðtali.

Talið er að úrskurður kærunefndarinnar frá í september geti þýtt að allt að 1.500 manns frá Venesúela fái synjun og þurfi að yfirgefa landið.