Húsfyllir á fundi SUS um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs

Húsfyllir var á fundi Sambands ungra sjálfstæðismanna um átökin fyrir botni Miðjarðarhafs, í Valhöll í gærkvöldi. Hátt í 100 manns sóttu fundinn í persónu og gott áhorf var á streymi frá fundinum. Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína og Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður, tókust á um sögu átakanna og þau stríðsátök sem nú eiga sér stað milli Ísraels og Hamas. Umræður þeirra voru málefnalegar og gafst fundarmönnum tækifæri til að spyrja þá nánar út í málin.

Þórarinn Hjartarson, þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling, stýrði fundi.

Hér að neðan má sjá upptöku af fundinum og myndir.