Í gær 6. nóvember 2023 urðu þau tímamót að Bjarni Benediktsson hafði verið formaður Sjálfstæðisflokksins næst lengst allra formanna frá stofnun flokksins árið 1929 eða í 5.336 daga. Hann var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins 29. mars 2009 og tók við af Geir H. Haarde.
Sá sem áður hafði setið næst lengst er Davíð Oddsson sem var formaður Sjálfstæðisflokksins í 5.334 daga frá 1991-2005.
Lengst allra formanna Sjálfstæðisflokksins er hins vegar Ólafur Thors sem var formaður Sjálfstæðisflokksins frá 1934 til 1961.