Fjölmenni var á fundi Samtaka eldri sjálfstæðismanna með Guðmundi Kristjánssyni forstjóra Brims sem haldinn var í hádeginu, miðvikudaginn 25. október.
Ræddi Guðmundur það sem hann væri helst að fást við þessa dagana, mikilvægi þess að lög í landinu væru skýr og vönduð, og að framkvæmdavaldið héldi sig vel innan ramma laga.
Jafnframt fór hann yfir þróun fiskveiðistjórnunarkerfis Íslands og baráttuna við Samkeppniseftirlitið en þess er skemmst að minnast að úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði að eftirlitið hefði ekki farið að lögum er það setti dagsektir á fyrirtækið.
Fjörugar umræður voru á þessum skemmtilega fundi og tóku margir til máls.