Þórdís Kolbrún á hádegisfundi SES
'}}

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra var gestur á hádegisfundi Samtaka eldri sjálfstæðismanna í dag.

Í framsöguerindi sínu ræddi hún ýmis mál, nýleg ráðherraskipti, stóru verkefni ríkisstjórnarinnar á sviði efnahagsmála, að ná niður verðbólgu og að skapa skilyrði fyrir lægri vöxtum. Hún ræddi um komandi kjaraviðræður, um húsnæðismál, þátttöku ríkisins á samkeppnismarkaði og sölu ríkisfyrirtækja svo fátt eitt sé nefnt.

Fundurinn var afar vel sóttur og í kjölfar framsögu ráðherra sköpuðust góðar umræður um málin þar sem gestir úr sal báru fram spurningar til ráðherra s.s. um málefni hjúkrunarheimila, tekjutengingar, utanríkismál, vaxtabirgði, samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, lífeyrissjóðakerfið o.fl.