Sólarsellumegin í Reykjavík
'}}

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:

Fyr­ir hönd okk­ar sjálf­stæðismanna í Reykja­vík hef ég lagt fram til­lögu um að Orku­veit­an kanni fýsi­leika þess að styðja við upp­setn­ingu sól­ar­sella á reyk­vísk­um heim­il­um. Þetta er mál sem tíma­bært er að taka föst­um tök­um. Sól­ar­sell­ur eru miklu raun­hæf­ari kost­ur til orku­öfl­un­ar en við höf­um gert okk­ur grein fyr­ir en þessi mál eru hins veg­ar kom­in á fleygi­ferð ann­ars staðar á norðlæg­um slóðum. Í síðasta mánuði settu Norðmenn upp sól­ar­sell­ur á Sval­b­arða sem er á milli Norður-Nor­egs og norður­póls­ins. Sval­b­arði er um­vaf­inn myrkri frá októ­ber til fe­brú­ar en um­vaf­inn birtu á sumr­in og upp­ljómaður af ís­glampa þess á milli. Þessi ákvörðun Norðmanna kem­ur í kjöl­far mik­ils upp­gangs í sól­ar­sellu­notk­un þar í landi. Sem stend­ur eru um 20.000 sól­ar­sell­ur upp­sett­ar með sam­an­lagt upp­sett afl upp á 373 mega­vött sem flest­ar hvíla á þökum norskra heim­ila, en upp­sett afl Búr­fells­virkj­un­ar er 270 mega­vött til sam­an­b­urðar. Út frá flat­ar­máli vel val­inna þaka norskra stofn­ana og fyr­ir­tækja hafa Norðmenn kort­lagt orku­öfl­un­ar­getu upp á 3,3 tera­vatt­stund­ir á ári til viðbót­ar sól­ar­sell­um en upp á sam­hengi þá fram­leiðir Búr­fells­virkj­un um 585 gíga­vatt­stund­ir á ári. Ef þetta er hægt á norsk­um þökum, hvaða mögu­leik­ar gætu þá hvílt á reyk­vísk­um þökum?

Orku­veita í hverju húsi

Und­an­far­inn ára­tug hef­ur sól­ar­sellu­tækn­inni fleygt fram. Þær eru mun öfl­ugri og harðgerðari en áður en jafn­framt mun ódýr­ari. Nú þurfa sól­ar­sell­ur mun minni birtu en fram­leiða samt meira raf­magn á hverja ljóstíru en áður og virka bet­ur í kulda en hita. Á sama tíma hafa flest lönd inn­leitt svo­nefnda snjall­mæla sem gefa raun­tíma­upp­lýs­ing­ar um orku­notk­un en líka orku­fram­leiðslu. Með slík­um mæl­um er heim­il­un­um gert kleift að selja orku til baka inn á al­menna dreifi­kerfið en mörg heim­ili eru líka með raf­geyma og geyma ork­una sem þau fram­leiða yfir dag­inn til að nota á nótt­unni eða þegar þeim hent­ar. Víða er­lend­is eru venju­leg heim­ili ekki bara sín­ar eig­in orku­veit­ur held­ur líka orku­sal­ar. Bróðir minn er bú­sett­ur í Árós­um ásamt fjöl­skyldu sinni sem not­ar um 6.000 kíló­vatt­stund­ir af raf­magni á ári en með sól­ar­sell­un­um á þak­inu sínu fram­leiðir fjöl­skyld­an um 8.000 kíló­vatt­stund­ir á ári. Ork­una selja þau inn á kerfið og hafa ann­an kaup­anda en selj­anda. Að jafnaði er raf­orku­notk­un heim­il­anna hér­lend­is um 5.000 kíló­vatt­stund­ir á ári. Mjög var­lega áætlað ættu reyk­vísk heim­ili að geta annað þeirri orku­notk­un með sól­ar­sell­um og jafn­vel gerst um­tals­verðir orku­sal­ar á sumr­in.

Raf­orku­verð er vissu­lega lágt hér­lend­is en íbú­ar eru mjög vald­litl­ir gagn­vart Orku­veit­unni og neyðast til að láta all­ar hækk­an­ir yfir sig ganga. Þá þurfa Orku­veit­an og Reykja­vík­ur­borg að vera vel rekn­ar. Upp­runa­lega var hugs­un al­menn­ings með stofn­un Orku­veitu Reykja­vík­ur að eft­ir að lán­tök­ur vegna nauðsyn­legra fjár­fest­inga vegna raf­magns­fram­leiðslu og hita­veitu hefðu verið greidd­ar niður færi af­gang­ur­inn frá rekstr­in­um ann­ars veg­ar í að fjár­magna fjár­fest­ing­ar vegna stækk­andi sam­fé­lags og hins veg­ar fengi al­menn­ing­ur að njóta ávaxt­anna með lág­um orku­kostnaði. Sú sýn hef­ur ekki fylli­lega gengið eft­ir af ýms­um ástæðum en miðað við nú­ver­andi skulda­stöðu Orku­veit­unn­ar, fjár­fest­ing­arþörf­ina og arðgreiðslu­kröfu Reykja­vík­ur­borg­ar mega reyk­vísk heim­ili vænta hækk­ana á orku­reikn­ing­un­um. Þess vegna skap­ast hvati fyr­ir heim­il­in að verða sjálf­bær í orku­fram­leiðslu.

Marg­ar hend­ur vinna létt verk

Einnig þarf að hafa í huga að orkuþörf Reyk­vík­inga hef­ur auk­ist mjög á stutt­um tíma og því er mjög brýnt fyr­ir Orku­veit­una að bregðast við. Fyr­ir tæp­um ára­tug voru um 300 raf­magns­bíl­ar á Íslandi, í lok árs 2022 voru þeir orðnir ríf­lega 18 þúsund, ásamt um 20 þúsund tví­orku­bíl­um, og ein­hvers staðar eru all­ir þess­ir bíl­ar í hleðslu. Til að anna þessu og ann­arri eft­ir­spurn vegna orku­skipta er Orku­veit­an á fullu við að skipu­leggja vindorku­fram­leiðslu og skoða virkj­un­ar­mögu­leika, en slík upp­bygg­ing er kostnaðar­söm og get­ur tekið 10-20 ár að kom­ast í gagnið þótt hún sé nauðsyn­leg. Orku­veit­an ætti að geta séð hag sinn í því að nýta slag­kraft heim­il­anna til að bregðast hratt við orkuþörf­inni með því að styðja við upp­bygg­ingu sól­ar­sella í Reykja­vík. Það væri senni­lega ódýr­asti kost­ur­inn fyr­ir Orku­veit­una, ekki síst vegna skil­virk­ari nýt­ing­ar á nú­ver­andi innviðum. Vænta má að mik­il álags­aukn­ing á dreifi­kerfi Orku­veit­unn­ar und­an­far­inn ára­tug kalli á meiri fjár­fest­ing­ar í innviðum, en í stað þess að flytja raf­magn inn í borg á yf­ir­hleðslu myndu heim­il­in sjálf fram­leiða raf­magnið og nota það jafnóðum eða geyma það í eig­in raf­geym­um. Þetta létt­ir á dreifi­kerf­inu auk þess sem flutn­ingstap er lítið sem ekk­ert þegar vega­lengd­irn­ar eru svona stutt­ar. Stuðning­ur við upp­setn­ingu sól­ar­sella á húsþökum í Reykja­vík gæti því verið hag­kvæm­ur og nær­tæk­asti fjár­fest­ing­ar­kost­ur Orku­veit­unn­ar þótt óbeinn sé. Það eitt er þó víst að framtíðin er sól­ar­sellu­meg­in.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 17. október 2023.